Fara í efni

Fréttir

Bæjarráð harmar uppsagnir á Ási

Á síðasta bæjarráðsfundi lagði formaður bæjarráðs í upphafi fundar fram bókun vegna uppsagnar starfsmanna hjá Ás dvalar- og hjúkrunarheimilis.

Sorpmálin rædd á Hótel Örk

Íbúafundur um nýtt kerfi úrgangsflokkunar var haldinn á Hótel Örk á dögunum þar sem fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu kynntu tilhögun þessa nýja kerfis.

Innbrot í Hveragarðinn

Það leiðinlega atvik átti sér stað að í nótt var brotist inni í þjónustuhúsið í Hveragarðinum og verðmætum stolið. Hurðin var spennt upp og skemmd, tölvum, peningum og minjagripum stolið.

Akstur vegna íþróttaæfinga skólabarna

Á fundi bæjarstjórnar þann 14. september sl. var samþykktur samningur við Landferðir um akstur skólabarna á aldrinum 6-16 ára til íþróttaiðkunar á vegum Hamars.

Heimsókn þingmanna í kjördæmaviku

Kjördæmadagar eru 2.–5. október og verða því engir þingfundir á Alþingi þá vikuna. Kjördæmadagana nýta þingmenn til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Vefslóð á íbúafund vegna nýs flokkunarkerfis

Eins og áður hefur komið fram þá  verður haldinn íbúafundur um nýtt flokkunarkerfi úrgangs miðvikudagskvöldið 4. október. Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk kl. 20:00 en einnig verður honum streymt á á Youtuberás Hveragerðisbæjar.

Forvarnardagurinn 2023

Miðvikudaginn 4. október 2023 verður Forvarnardagurinn haldinn í átjánda sinn í grunnskólum landsins og í þrettánda sinn í framhaldsskólum. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining, Planet Youth, og SAFF- Samstarf félagasamtaka í forvörnum.
Getum við bætt efni síðunnar?