Fara í efni

Fréttir

Íslandsmeistarabikarinn áfram í Hveragerði

Það var mikil stemning og met fjöldi áhorfenda þegar karlalið Hamars tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki, annað árið í röð, með 3-0 sigri á HK í þriðja leik liðanna um titilinn.

Baráttunni um Reyki er ekki lokið

Vonir okkar um flottan og öflugan garðyrkjuskóla sem m.a. gæti stuðlað að sjálfbærni og auknu matvælaöryggi dvína nú með hverjum deginum. En baráttunni er ekki lokið! Við munum halda áfram að berjast fyrir öflugum skóla að Reykjum!

Undirskriftasöfnun vegna óska um borgarafund

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt undirskriftasöfnun í samræmi við reglugerð nr. 154/2013. Snýr undirskriftasöfnunin um ósk um borgarafund er varðar uppbyggingu Hamarshallarinnar.

Samningur undirritaður um kaup á dúk fyrir Hamarshöllina

Samningur hefur verið undirritaður um kaup á nýjum dúk fyrir Hamarshöllina í stað þess sem eyðilagðist í óveðri er gekk yfir landið þann 22. febrúar 2022. Er undirritunin í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá 13. apríl 2022.

Stafræn sundkort í Sundlaugina Laugaskarði

Stafræn sundkort eru komin í loftið fyrir íbúa og gesti Sundlaugarinnar Laugaskarði. Hægt er að kaupa staka miða, 10 og 30 miða kort og ½ árs og árs kort

Ingibjörg hlýtur Umhverfisviðurkenninguna 2022

Ingibjörg Sigmundsdóttir hlýtur Umhverfisviðurkenningu Hveragerðisbæjar árið 2022 fyrir óeigingjarnt starf með sjálfboðaliðasamtökunum Vinir Fossflatar og hennar starf við að koma upp fjölæringabeði við inngang lystigarðsins.

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga

Kjörskrá fyrir Hveragerði vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 14. maí 2022 liggur frammi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20 frá og með 25. apríl 2022.

Þjónusta talmeinafræðinga tvöfaldast

Með breyttu fyrirkomulagi fá börn sem þurfa aðstoð talmeinafræðings og foreldar þeirra miklu betri þjónustu en áður þar sem ekki þarf lengur að sækja þjónustu sem greidd er af Sjúkratryggingum utan bæjarfélagsins. 
Getum við bætt efni síðunnar?