Á næstu dögum mun EFLA verkfræðistofa fljúga með drónum yfir byggðina á Hveragerði. Markmið með fluginu er að taka myndir vegna kortagerðar og fyrir vefsjá sveitarfélagsins.
Flogið er í um 100 m hæð yfir landi og farið fram og til baka yfir öll byggð svæði.
Gögn sem koma úr þessu flugi eru mjög nákvæm en eru ekki persónugreinanleg.
Ársreikningur Hveragerðisbæjar var tekin til fyrri umræðu bæjarstjórnar fimmtudaginn 10. apríl. Niðurstaðan er einstaklega góð og skilar einstakri rekstrarafkomu bæjarins.
Umsóknir um leikskólapláss fyrir skólaárið 2025-2026 þurfa að berast fyrir 22. apríl 2025 og er skilað inn á íbúagátt Hveragerðisbæjar. Í fyrstu úthlutun verður einungis úthlutað þeim sem sótt hafa um leikskólavist fyrir þann tíma og hafa lögheimili í Hveragerði.
Plássum er úthlutað í kennitöluröð, þar sem elstu börnin fá boð fyrst og svo framvegis.