Fara í efni

Fréttir

Lokað á bæjarskrifstofu vegna framkvæmda

Skrifstofa Hveragerðisbæjar verður lokuð vegna framkvæmda dagana 8.-12. júlí næstkomandi en framkvæmdir hefjast þann 4. júlí. Síminn verður áfram opinn þessa daga svo hægt verður að ná sambandi við skrifstofuna á þann veg auk tölvupóstsamskipta.

Skóflustunga að nýjum gervigrasvelli

Formleg skóflustunga var tekin að nýjum gervigrasvelli á íþróttasvæði Hamars síðastliðinn föstudag fyrir leik Hamars og Ýmis í 4. deild karla í knattspyrnu.

Skóflustunga að gervigrasvelli - allir með!

Föstudaginn 28. júní kl. 18.30 verður formlega tekin skóflustunga að nýjum gervigrasvelli á knattspyrnusvæði Hamars uppi í Dal. Að skóflustungu lokinni býður Hveragerðisbær upp á pylsur og gos við vallarhús Grýluvallar fyrir leik Hamars og Ýmis í toppbaráttu 4. deildar karla sem hefst kl. 19.15.

Listasafn Árnesinga hlaut Menningarverðlaunin 2024

Listasafn Árnesinga hlaut menningarverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2024 en safnið hefur um árabil verið einn af hornsteinum menningar í bænum með metnaðarfullum sýningum og öðrum viðburðum.

Stórsókn í uppbyggingu leiksvæða í Hveragerði

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar að blása til sóknar í leiksvæðum bæjarins og var bæjarstjóra falið að vinna ýmist að hönnun, uppbyggingu eða úrbótum á samtals sex svæðum. Er þetta gert vegna áherslu á fjölskylduvænt samfélag í Hveragerðisbæ.

Samið um jarðvinnu vegna gervigrass

Pétur G. Markan bæjarstjóri undirritaði í vikunni samning fyrir hönd Hveragerðisbæjar við Auðverk ehf. um jarðvinnu vegna nýs gervigrasvallar á íþróttasvæði bæjarins í Reykjadal.

Breyting á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar

Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila sólstofur við parhús í Hjallabrún, í samræmi við þegar fengnar heimildir fyrir sólstofum í Dalsbrún, sem og að heimila byggingu tveggja hæða íbúðarhúss á lóð Hólmabrúnar 20, í samræmi við jarðvegsaðstæður á lóð.
Getum við bætt efni síðunnar?