Fara í efni

Gönguleiðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar í og við Hveragerði eru óþrjótandi. Það er vinsælt að fara hinar ýmsu leiðir á eigin vegum og henta þær vel fyrir allan aldur.

Kort af Hveragerði með öllu helstu gönguleiðum, söguhringur og helstu kennileiti bæjarins. 
Gönguleiðir  í Hveragerði 

Reykjadalur – fyrir ofan Hveragerði
Reykjadalurinn er sannkölluð útivistarperla. Gönguleiðin er vel merkt og tekur u.þ.b 1,5 - 2 klukkustundir að ganga að heita læknum. Efst í Ölfusdal, fyrir ofan Hveragerði, eru bílastæði. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið einstakt. Sundföt eru nauðsynleg með í för en heiti lækurinn er helsta aðdráttaraflið í dalnum.
Sjá fleiri gönguleiðir um Hengilssvæðið

Göngustígar í Hveragerði

Heilsuhringurinn
Æfingastöðvar við göngustíg í hlíðum Reykjafjalls

Heilsuhringurinn er 2,6 km eða 4 km löng gönguleið með æfingastöðvum við stíginn. Upphaf og lok göngustígsins er við Sundlaugina Laugaskarði. Fræðsluskilti með æfingum eru við stíginn sem reyna á mismunandi vöðvahópa, annað hvort vöðvaþol eða vöðvastyrk.
Heilsuhringur

Sævar Hansson tók upp skemmtilegt myndband á heilsustígnum. 

Hveraleiðin
Gönguleið með fram jarðhitasvæði bæjarins og nágrenni.
Hveraleiðin

Guðmundarstígur
Stígurinn er tileinkaður Guðmundi F. Baldurssyni skipulagsfulltrúa, í tilefni af 40 ára starfsafmæli hans hjá Hveragerðisbæ.
Guðmundarstígur

Skáldaleiðin
Gönguleið um þrjár götur þar sem þjóðþekktir listamenn bjuggu  frá 1940 – 1965. Listamennirnir settu sterkan svip á mannlífið á þeim tíma. Söguskilti um listamennina er á horni Heiðmerkur Frumskóga.
Skáldaleið

Skógarbraut
Gönguleið meðfram skógræktinni í Hamrinum sem er vestan til í bænum.
Skógarbraut

Skjálftaleiðin
Öflugur jarðskjálfti, um 6,3 á richterskvarða, reið yfir Suðurland árið 2008. Ummerki skjálftans sjást víða á yfirborði jarðar. Hveravirkni jókst og má sjá sprungur í hlíðum Reykjafjalls, nálagt Varmá, fyrir ofan Landbúnaðarskólann á Reykjum.
Skjálftaleið

Söguleiðin
Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Gestir okkar eru hvattir til að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis.
Söguleiðin

Listamannaleiðin
Útisýningin, Listamannabærinn Hveragerði, er í Lystigarðinum á Fossflöt.
Listvinafélag Hveragerðis stóð fyrir uppsetningu sýningarinnar en hönnuður sýningarinnar er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður. Sýningin er byggð upp með níu glerflekum þar sem fjallað er um níu listamenn og er verkum og lífshlaupi þeirra gerð skil á myndrænan og skemmtilegan hátt.
Útisýningin, Listamannabærinn Hveragerði

Gönguleiðir

Síðast breytt: 22.04.2022
Getum við bætt efni síðunnar?