Fara í efni

Leikskólar

Hveragerðisbær styður við foreldra og forráðamenn í uppeldishlutverkinu með því að bjóða barnafjölskyldum bestu mögulegu þjónustu í bæjarfélagi þar sem ungt kraftmikið fólk sækist eftir að búa, í umhverfi sem hentar nútíma fjölskyldum. Lögð er áhersla á samfellu í skóla- og tómstundastarfi.

Í Hveragerði eru starfræktir tveir leikskólar, Óskaland og Undraland fyrir börn frá 12 mánaða aldri og til 6 ára aldurs skv.lögum um leikskóla nr. 90/2008.  Ef laus pláss eru á leikskólum er heimilt að taka inn yngri börn en þó aldrei yngri en 9 mánaða. Börn hefja að jafnaði leikskólagöngu á tímabilinu maí til október, en á því tímabili hætta þau börn sem hefja grunnskólagöngu að hausti.  Börnum er úthlutað leikskólaplássi eftir kennitölu, þeim elstu fyrst.

Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð og raðast þau á listann eftir fæðingardegi og ári. Foreldrar sem hafa áform um að flytjast í bæjarfélagið geta sótt um leikskólavistun en barn getur ekki hafið leikskóladvöl fyrr en lögheimili þess er í Hveragerði.

Foreldrum er heimilit að sækja um leikskólapláss enda er lögheimili þeirra og barnsins skráð í Hveragerði. Ef foreldrar hyggjast flytja í sveitarfélagið geta þeir sótt um leikskóladvöl en tilkynna þarf sérstaklega um lögheilmilisflutninginn til bæjarskrifstofu.

Sumarfrí leikskólanna árið 2021 verður frá 8. júlí til 16. ágúst að báðum dögum meðtöldum.

Umsóknareyðublað er að finna undir umsóknum á fræðslusviði í íbúagátt Hveragerðisbæjar.

Íbúagátt

 

Síðast breytt: 29.03.2021
Getum við bætt efni síðunnar?