Vegna hertra aðgerða stjórnvalda sem tóku gildi um miðnætti er vakin athygli á að bæjarskrifstofan er ekki lokuð, en reynt verður að takmarka gestakomur eins og kostur er.
Getur hópur eldhuga fengið heilt bæjarfélag til þess að draga úr óflokkuðum heimilis úrgangi um 10% á einu ári? Áskorunin sem hópurinn ætlar að einbeita sér að snýr að úrgangsmálum í Hveragerði og hvernig best sé að færa bæjarfélagið í átt að hringrásarhagkerfi með engri sóun eða „zero waste economy“.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna.Lífshlaupið 2021 hefst 3. febrúar. Skráning er hafin.
The national organization Þroskahjálp has made videos in Icelandic, English, Polish, Spanish and Arabic about the rights of children with disability or immigrants.
Undanfarna mánuði hefur notkun háhitadjúpdælu í hitaveituborholu verið prófuð í Hveragerði. Er það í fyrsta skipti í heiminum sem slík dæla er notuð í svo heitum jarðhitavökva en búnaðurinn hefur verið þróaður og notaður í olíugeiranum.