Á bíllausa daginn 22. september verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó. Bíllausi dagurinn er haldinn í tilefni af evrópsku samgönguvikunni sem er frá 16. - 22. september.
Ert þú ekki rétta manneskjan sem við leitum að? Við í leikskólanum Óskalandi erum að leita að manneskju til að aðstoða í mötuneyti og á deildum. Í leikskólanum er móttöku eldhús, og starfmenn í eldhúsi sjá einnig um þvott leikskólans.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. september að ráða Írisi Bjargmundsdóttur í starf bæjaritara hjá Hveragerðisbæ.
Starfið var auglýst 29. júní 2023. Alls bárust þrettán umsagnir um starfið en fjórir drógu sig til baka og voru níu umsóknir metnar í ráðningarferlinu.
Opnun tilboða í verkið "Leikskólinn Óskaland - Jarðvinna" fór fram föstudaginn 25. ágúst 2023, kl. 11:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20. Alls bárust fimm tilboð í verkið.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í haustúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2023. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.