Fréttir
Drónaflug vegna kortagerðar á vegum Eflu
Á næstu dögum mun EFLA verkfræðistofa fljúga með drónum yfir byggðina á Hveragerði. Markmið með fluginu er að taka myndir vegna kortagerðar og fyrir vefsjá sveitarfélagsins.
Flogið er í um 100 m hæð yfir landi og farið fram og til baka yfir öll byggð svæði.
Gögn sem koma úr þessu flugi eru mjög nákvæm en eru ekki persónugreinanleg.
Stóri Plokkdagurinn
Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn 27. apríl 2025 næstkomandi. Eftir veturinn bíður okkur heilmikið verkefni við að hreinsa allt sem undan snjónum kom ásamt öllu öðru rusli sem finnst á víðavangi. Við þurfum öll að leggjast á eitt og ná frábærum árangri.
Líf og fjör á sumardaginn fyrsta
Það verður ýmislegt um að vera í Hveragerði á sumardaginn fyrsta.
Líf og fjör á sumardaginn fyrsta
Það verður ýmislegt um að vera í Hveragerði á sumardaginn fyrsta.
Sumarstarf Hveragerðisbæjar fyrir 16-20 ára ungmenni með skerta starfsgetu - Sumarið 2025
Hveragerðisbær auglýsir eftir umsóknum um sumarstörf fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og þarf starfsþjálfun og stuðning í starfi. Um er að ræða störf sem henta einstaklingum á aldrinum 16-20 ára með fjölbreyttan bakgrunn og ólíkar starfsgetur. Lögð verður áhersla á að veita viðeigandi leiðsögn og aðlaga verkefni að þörfum og getu hvers og eins.
Einstök rekstrarafkoma Hveragerðisbæjar fyrir árið 2024
Ársreikningur Hveragerðisbæjar var tekin til fyrri umræðu bæjarstjórnar fimmtudaginn 10. apríl. Niðurstaðan er einstaklega góð og skilar einstakri rekstrarafkomu bæjarins.
Úthlutun leikskólaplássa í leikskóla Hveragerðis fyrir skólaárið 2025-2026
Umsóknir um leikskólapláss fyrir skólaárið 2025-2026 þurfa að berast fyrir 22. apríl 2025 og er skilað inn á íbúagátt Hveragerðisbæjar. Í fyrstu úthlutun verður einungis úthlutað þeim sem sótt hafa um leikskólavist fyrir þann tíma og hafa lögheimili í Hveragerði.
Plássum er úthlutað í kennitöluröð, þar sem elstu börnin fá boð fyrst og svo framvegis.
Getum við bætt efni síðunnar?