Fara í efni

Fréttir

Þrír þjónustusamningar undirritaðir

Hveragerðisbær undirritaði þjónustusamninga við Skátafélagið Strók og Golfklúbb Hveragerðis síðastliðinn föstudag, 5. apríl. Í dag var síðan undirritaður samningur við Hjálparsveit skáta í Hveragerði, HSSH.

Hveragerðisbær á stafrænni vegferð

Á fundi bæjarráðs í gærmorgun var í fyrsta skipti skrifað undir fundargerð með rafrænum hætti í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar og fylgdi menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd í kjölfarið seinni part dags. Stefnt er að því að bæjarstjórn undirriti fundargerð sína með rafrænum hætti í fyrsta skipti á fundi sínum í næstu viku og að aðrar nefndir bæjarins fylgja svo í kjölfarið.

Úthlutun leikskólaplássa í leikskóla Hveragerðis 2024

Umsóknir um leikskólapláss fyrir haustið 2024 þurfa að berast fyrir 15. apríl 2024 og er skilað inn á íbúagátt Hveragerðisbæjar. Í fyrstu úthlutun verður einungis úthlutað þeim sem sótt hafa um leikskólavist fyrir þann tíma og hafa lögheimili í Hveragerði. Plássum er úthlutað í kennitöluröð, þar sem elstu börnin fá boð fyrst og svo framvegis.

Pétur G. Markan ráðinn bæjarstjóri í Hveragerðisbæ

Pétur G. Markan hefur verið ráðinn sem bæjarstjóri í Hveragerðisbæ. Tillaga þess efnis var samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og lista Okkar Hveragerðis á bæjarstjórnarfundi í dag. Fulltrúar minnihlutans í D-listanum sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Getum við bætt efni síðunnar?