Fara í efni

Fréttir

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir veturinn 2024-2025

Samþykkt var í bæjarráði í morgun, fimmtudaginn 18. júlí, að skólamáltíðir í Grunnskólanum í Hveragerði verði gjaldfrjálsar skólaárið 2024-2025. Áfram er þó gert ráð fyrir að foreldrar skrái börn sín í skólamáltíðir.

Lokað á bæjarskrifstofu vegna framkvæmda

Skrifstofa Hveragerðisbæjar verður lokuð vegna framkvæmda dagana 8.-12. júlí næstkomandi en framkvæmdir hefjast þann 4. júlí. Síminn verður áfram opinn þessa daga svo hægt verður að ná sambandi við skrifstofuna á þann veg auk tölvupóstsamskipta.

Skóflustunga að nýjum gervigrasvelli

Formleg skóflustunga var tekin að nýjum gervigrasvelli á íþróttasvæði Hamars síðastliðinn föstudag fyrir leik Hamars og Ýmis í 4. deild karla í knattspyrnu.

Skóflustunga að gervigrasvelli - allir með!

Föstudaginn 28. júní kl. 18.30 verður formlega tekin skóflustunga að nýjum gervigrasvelli á knattspyrnusvæði Hamars uppi í Dal. Að skóflustungu lokinni býður Hveragerðisbær upp á pylsur og gos við vallarhús Grýluvallar fyrir leik Hamars og Ýmis í toppbaráttu 4. deildar karla sem hefst kl. 19.15.
Getum við bætt efni síðunnar?