Fara í efni

Notendaráð velferðarþjónustu

Notendaráð velferðarþjónustu 2023 skipa eftirfarandi fulltrúa:
Berglind Hauksdóttir (O)
Halldór Benjamín Hreinsson (B)
Sigurður B. Jónsson (D)

Í notendaráði er lögð áhersla á hvers kyns samráð við notendur velferðarþjónustu Hveragerðis. Notendaráð skipar aðila sem eru talsmenn þjónustunotenda þegar kemur að mótun úrræða og þjónustu sem verferðarþjónusta veitir. Samráð af því tagi er þríþætt:

  1. Samráð við einstaka notendur í málum sem varða þá sjálfa
  2. Samráð um stefnumótun í málaflokknum
  3. Samráð við hópa notenda um framþróun þjónustunnar

Fræðslu- og velferðarþjónusta Hveragerðis hvetur íbúa Hveragerðis að vera í góðum samskiptum við notendaráð velferðarþjónustu og koma með ábendingar um það sem betur má fara í málefnum fólks með fötlun innan sveitarfélagsins. 

Síðast breytt: 27.06.2024