Fara í efni

Notendaráð velferðarþjónustu

Í notendaráði er lögð áhersla á hvers kyns samráð við notendur velferðarþjónustu Hveragerðis. Notendaráð skipar aðila sem eru talsmenn þjónustunotenda þegar kemur að mótun úrræða og þjónustu sem verferðarþjónusta veitir. Samráð af því tagi er þríþætt:

  1. Samráð við einstaka notendur í málum sem varða þá sjálfa
  2. Samráð um stefnumótun í málaflokknum
  3. Samráð við hópa notenda um framþróun þjónustunnar

Fræðslu- og velferðarþjónusta Hveragerðis hvetur íbúa Hveragerðis að vera í góðum samskiptum við notendaráð velferðarþjónustu og koma með ábendingar um það sem betur má fara í málefnum fólks með fötlun innan sveitarfélagsins. 

Bæklingur um notendasamráð - gefinn útaf Þroskahjálp og Stjórnarráði Íslands. 
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (auðlesinn með myndum) - tekið af vef Þroskahjálpar.
Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk (auðlesinn með myndum) - gefið út af Stjórnarráði Íslands. 

Notendaráð velferðarþjónustu 2023 skipa eftirfarandi fulltrúa:

Aðalmenn:
Berglind Hauksdóttir (O)
Halldór Benjamín Hreinsson (B)
Sigurður B. Jónsson (D)
Halla Sólrún Gunnarsdóttir
Sveinn Friðriksson
Valkyrja Sigrún Sigurðardóttir

Varamenn:
Árni Hoffritz (O)
Brynja Sif Sigurjónsdóttir (B)
Áslaug Einarsdóttir (D)
Ásgerður Vala Eyþórsdóttir
Guðjón Steinar Hákonarson
Hilmar Heiðberg Björgvinsson

Síðast breytt: 02.10.2024