Fara í efni

Félagsleg stuðningsþjónusta

Markmið og hlutverk með stuðningsþjónustu eru:

  • Að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem mest lífsgæði.
  • Stuðningsþjónusta er fyrir þá sem búa í heimahúsum og geta ekki séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskyldu­aðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar án aðstoðar.

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga eiga þeir rétt á stuðningþjónustu sem búa í heimahúsum og geta ekki vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar sinnt heimilishaldi eða öðru án aðstoðar.

Sækja þarf skriflega um stuðningsþjónustu. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á bæjarskrifstofunni eða hér neðar á síðunni. Eftir að umsókn hefur borist hefur forstöðumaður stuðningsþjónustu samband og ákveður heimsókn til að meta þörf fyrir þjónustu, í samráði við umsækjanda. Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tilekið hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.

Reglur Hveragerðisbæjar um stuðningsþjónustu 
Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu

Gjaldskrá stuðningsþjónustu eldri íbúa

Sækja um stuðningsþjónustu

Síðast breytt: 06.02.2024
Getum við bætt efni síðunnar?