Fara í efni

Fólk með fötlun

,,ATH vefsíðan er í uppfærslu"

 

Fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðis sinnir m.a. þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar starfar þverfaglegt fagteymi þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, hegðunarráðgjafa og sálfræðings.

Hveragerðisbær ber ábyrgð á að fatlaðir einstaklingar með lögheimili í Hveragerði njóti þeirrar þjónustu sem nauðsynleg er samkvæmt skyldum sveitarfélaga.

Ráðgjafarþroskaþjálfar Fræðslu-og velferðarsviðs í málefnum fatlaðs fólks veita ráðgjöf og upplýsingar samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Starfsmenn í málefnum fatlaðs fólks hjá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis:

Nína Kjartansdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi
Freyja Rut Magnúsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi 

Hér má lesa lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Hér má lesa Samning Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Hér má lesa lög um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991

Hveragerðisbær og nágrannasveitarfélög reka byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks. Aðildarsveitarfélögin fela byggðasamlaginu skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, í samræmi við lög nr. 59/19992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Hlutverk byggðasamlagsins er að útfæra þjónustur. Fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar er nánar lýst í samþykktum Bergrisans bs.

Hér má lesa um reglur Bergrisans bs.

 

Síðast breytt: 01.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?