Fara í efni

Stoðþjónusta

,,ATH vefsíðan er í uppfærslu"

Stoðþjónusta er sú þjónusta sem veita þarf einstaklingi stuðning í meira en 15 klst. á mánuði. Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess. Stoðþjónusta miðast við:

 1. Þarfir fatlaðra einstaklinga fyrir þjónustu sem felst í því að treysta möguleika þeirra til sjálfstæðs heimilishalds og samfélagslegrar þátttöku.
 2. Þarfir fatlaðra einstaklinga til hæfingar, endurhæfingar, menntunar og atvinnu, m.a. á grundvelli viðeigandi aðlögunar, svo að þeir geti séð sér farborða og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra.
 3. Þarfir fatlaðra einstaklinga fyrir sérhæfða ráðgjöf, félagslegan stuðning og félagslegt samneyti, þ.m.t. ástundun tómstunda og menningarlífs.
 4. Þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun ásamt nauðsynlegri þjónustu við fjölskyldur þeirra svo að þær geti búið börnunum örugg og þroskavænleg uppeldisskilyrði.
 5. Þarfir fatlaðra foreldra vegna umönnunar og uppeldis barna sinna.

Stoðþjónusta er veitt samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir 38/2018 8.gr. og 3.gr. og 4.gr. Reglna Bergrisans bs. um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Heimastuðningsþjónusta

Deildarstjóri Heimastuðningsþjónustu: Eygló Huld Jóhannsdóttir

Heimastuðningsþjónusta er eitt form stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og felur í sér einstaklingsmiðaða aðstoð til sjálfshjálpar í athöfnum daglegs líf, svo sem aðstoð við almennt heimilishald, persónulega umhirðu og félagslegan stuðning til að rjúfa félgslega einangrun. Unnið er samkvæmt Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 og Lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Fólk með fötlun í eigin húsnæði eða búsett í félagslegu húsnæði getur sótt um félagslega stuðningsþjónustu.

Heimastuðningsþjónusta byggist á fjórum þáttum:

 1. Aðstoð við almenn heimilisþrif (þjónusta veitt að öllu jöfnu aðra hverja viku)
 2. Félagsleg aðstoð, t.d. aðstoð við innkaup, samvera og gönguferðir (þjónusta veitt vikulega eftir þörfum og mati).
 3. Persónuleg félagsleg aðstoð, t.d. aðstoðvið klæðnað, lyf, mat og hjálpartæki (þjónusta veitt vikulega eftir þörfum og mati).
 4. Innlit og eftirlit (þjónusta veitt vikulega eftir þörfum og mati).

 

Ferli umsóknar um Heimastuðningsþjónustu

 • Sækja þarf skriflega um heimastuðningsþjónustu. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á bæjarskrifstofu Hveragerðis eða á íbúagátt Hveragerðis.
 • Þegar umsókn hefur borist deildarstjóra stuðningsþjónustu er haft samband við umsækjanda vegna umsóknar. Mat á stuðningsþörf er framkvæmt af deildarstjóra stuðningsþjónustu eða staðgengli hans í samvinnu við umsækjandann.
 • Í samráði við umsækjanda er ákveðin tímasetning fyrir heimsókn á heimili umsækjanda til að meta þörf fyrir þjónustu. Tekið er mið af aðstæðum, óskum og þörfum hvers og eins.
 • Þegar mat liggur fyrir er gengið frá þjónustusamningi þar sem fram koma nánari upplýsingar um fyrirkomulag stuðningsþjónustu.

Heimastuðningsþjónusta er veitt eftir þörfum:

 • Alla virka daga: kl. 8:00-16:00 og 19:00-21:00
 • Um helgar og á rauðum dögum: 10:00-12:00 og 19:00-21:00
 • Gjald samkvæmt gjaldskrá er tekið fyrir þjónustu vegna heimilisþrifa ef tekjur þjónustuþega eru yfir viðmiði sem sveitarfélagið setur. Ef tekjur eru undir viðmiðinu er þjónustan gjaldfrí.
 • Félagsleg aðstoð, persónuleg aðstoð, innlit og eftirlit eru gjaldfrí í öllum tilvikum.
 • Greiða þar fyrir kílómetragjald vegna aksturs ef aðstoðað er við innkaup.

Ferli umsóknar um stuðnings- eða stoðþjónustu

 • Sækja þarf skriflega um stuðningsþjónustu eða stoðþjónustu hjá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á bæjarskrifstofu Hveragerðis eða á íbúagátt Hveragerðis.
 • Þegar umsókn hefur borist Fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðis er hún tekin fyrir á vikulegum fundi Fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðis. Eftir afgreiðslu umsóknar er haft samband við umsækjanda.
 • Þegar umsóknir eru samykktar og búið er að finna liðveitanda hittast liðveitandi og liðþegi og gera samning um fyrirkomulag liðveislunnar. Laun liðveitenda er greidd af sveitarfélagi.


Hér má nálgast umsóknareyðublað um stuðningsþjónustu
Hér má lesa lög um Stoðþjónustu
Hér má lesa reglur um stuðningsþjónustu

Síðast breytt: 01.03.2024