Fara í efni

Deiliskipulagaáætlanir - samþykktar

Auglýsing um samþykkt á deiliskipulagsbreytingu fyrir Árhólma 1 í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 20. október 2022 var samþykkt breyting á deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði fyrir Árhólma 1.

Meginmarkmið breytingarinnar er að bæta þjónustu við ferðamenn á Árhólmasvæðinu. Deiliskipulagsbreytingin felst í heimild til aukins byggingarmagns þjónustumiðstöðvar að Árhólma 1 án stækkunar byggingareitar. Skilmálar eru um gerð og yfirbragð byggingar.

Ofangreind deiliskipulagsbreyting hlaut meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Árhólmar 1 þjónustumiðstöð, breyting á deiliskipulagi

 

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10 í Hveragerði

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 9. september 2021 var samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10 í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið er um 11,7ha. og nær til lóða sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða og íbúðarbyggðar við Lækjarbrún. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Þelamörk, Grænumörk, Fagrahvammstúni, Varmá og fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Hólmabrún. Breytingin sem nær einungis til 2,8ha. lands innan deiliskipulagssvæðisins, er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. maí 2021 og staðfest var af Skipulagsstofnun 10. júní 2021.

Meginmarkmið breytingarinnar er að þétta byggð með heildstæðu yfirbragði, í góðri sátt við umhverfi og samfélag og skapa betri grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ og þjónustu tengdri henni.

Ofangreind deiliskipulagsbreyting hlaut meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag svæði 1
Skýringaruppdráttur svæði 1
Greinagerð 

Auglýsing um óverulaga breytingu á deiliskipulagi fyrir Edenreit í Hveragerði

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 11. mars 2021 var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Edenreit í Hveragerði, sem felur í sér fjölgun íbúða á nýjum lóðum á deiliskipulagsreitnum úr 77 íbúðum í 84 íbúðir.

Deiliskipulagsbreyting þessi hlaut meðferð skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edenreitur - Deiliskipulag

Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14. maí 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði.

Deiliskipulagssvæðið er innan reits S3 í aðalskipulagi og afmarkast af Breiðumörk, Hverahlíð, Þverhlíð og Klettahlíð. Á svæðinu eru nú þjónustuíbúðir auk húsnæðis fyrir tengda starfsemi s.s. eldhús, samkomuhús o.fl. Tillagan felur í sér þéttingu byggðar á svæðinu s.s. nýja byggingarreiti fyrir hjúkrunarheimili og 7-10 þjónustuíbúðir.

Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði

Ás- og Grundarsvæði í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. mars 2020 eftirfarandi tvær deiliskipulagsbreytingar:

Breytingu á deiliskipulagi Hreinsistöðvar í Hveragerði. - Samþykkt

Deiliskipulagssvæðið, sem staðsett er sunnan Suðurlandsvegar og austan Þorlákshafnarvegar, afmarkast af helgunarsvæði Suðurlandsvegar til norðurs, Varmá til austurs, landi Öxnalækjar til suðurs og athafnarsvæði við Vorsabæ til vesturs. Breytingin felur m.a. í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum og nýja aðkomu að svæðinu.

Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Hreinsistöð - Deiliskipulag

Óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjarlands í Hveragerði.

Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Gróðurmörk og Birkimörk til vesturs, Réttarheiði til norðurs, lóð Hótels Arkar til austurs og að Suðurlandsvegi til suðurs. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit raðhúsalóða nr. 1-41 við Hraunbæ og breytingu á byggingarreit parhúsalóðarinnar nr. 14-16 við Hraunbæ.

Deiliskipulagsbreyting þessi hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði


Hraunbæjarland - Deiliskipulag

 

 _________________________________________________________________________________________________________

Breyting á deiliskipulagi miðbæjarsvæðis, lystigarðsins Fossflöt og athafnasvæðis við Vorsabæ í Hveragerði - samþykkt.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 9. maí 2019 eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi Miðbæjarsvæðis.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Hverasvæðinu, Bláskógum, Hverahlíð, Lystigarðinum Fossflöt, Reykjamörk, Fljótsmörk og lóðunum Breiðumörk 23 og Hveramörk 12. Breytingarsvæðið nær til lóða austan Breiðumerkur og lóðarinnar Breiðamörk 25. Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun á deiliskipulagssvæðinu, lokun Skólamerkur og nýja og breytta byggingarreiti.

Breyting á deiliskipulagi Lystigarðsins Fossflöt.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Skólamörk, Breiðumörk, Reykjamörk og Varmá. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á deiliskipulagsmörkum svæðisins og nýjar gönguleiðir næst grunnskólanum.

Breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis við Vorsabæ, sunnan Suðurlandsvegar.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af landinu Öxnalækur, fyrirhuguðum tengivegi, helgunarsvæði Búrfellslínu 2 og lóð skólphreinsistöðvar Hveragerðisbæjar.
Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun athafnasvæðisins til suðvesturs, nýja aðkomuleið að Öxnalæk og breytingar á legu göngu-, hjóla og reiðstíga.
Deiliskipulagsbreytingar þessar hafa hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Miðbæjarsvæði-Deiliskipulagsuppdráttur
Miðbæjarsvæði-Greinargerð deiliskipulags
Lystigarðurinn Fossflöt-Deiliskipulagsuppdráttur
Athafnasvæði við Vorsabæ-Deiliskipulagsuppdráttur

 _________________________________________________________________________________________________________

Hlíðarhagi í Hveragerði - Nýtt deiliskipulag - samþykkt.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. desember 2018 nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði í Hlíðarhaga í Hveragerði. Deiliskipulagið nær til 2,5ha svæðis, sem afmarkast af hlíðum Hamarsins til vesturs, íbúðabyggð í Laufskógum til suðurs, Breiðamörk til austurs og opnu svæði í hlíðum Hamarsins til norðurs. Breytingin felur í sér blandaða íbúðarbyggð einbýlis-, rað-, par-, og fjölbýlishúsa. Deiliskipulagsbreytingin hlaut meðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Hlíðarhagi - Deiliskipulag, samþykkt.

  _________________________________________________________________________________________________________

Kambaland í Hveragerði, breyting á deiliskipulagi - samþykkt.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 16. ágúst 2018 breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði. Deiliskipulagið nær til 30ha reits, sem afmarkast til suðurs og vesturs af Hringvegi (Suðurlandsvegi), til norðurs af Hamrinum og til austurs af núverandi byggð við Smyrlaheiði, Valsheiði, Kjarrheiði, Borgarhraun og Kambahraun. Breytingin felur í sér þéttingu byggðar á suðausturhluta reitsins. Deiliskipulagsbreytingin hlaut meðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Kambaland Deiliskipulag undirritað
Kambaland greinargerð


2017

Deiliskipulag við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk í Hveragerði með breytingum - samþykkt.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Deiliskipulagsuppdráttur, - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk
Greinagerð deiliskipulags, - Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk
Minnisblað um málsmeðferð


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

  _________________________________________________________________________________________________________

Deiliskipulag Edenreits í miðbæ Hveragerðis - samþykkt.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð.

Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Edenreitur deiliskipulagsuppdráttur
Edenreitur greinagerð
Edenreitur málsmeðferð
Edenreitur skýringarmynd


Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Síðast breytt: 24.10.2022
Getum við bætt efni síðunnar?