Fara í efni

Fréttir

Ljósin tendruð á jólatrénu

Jólaljósin voru tendruð á jólatrénu í Lystigarðinum sunnudaginn 3. Desember á fyrsta sunnudegi í aðventu. Það var ískalt í veðri en það kom þó ekki í veg fyrir að börn og fullorðnir nytu stundarinnar saman. Jólasveinarnir stálust til að koma úr Reykjafjalli og skemmtu sér konunglega með krökkunum í garðinum.

Lífrænn úrgangur - ný karfa - nýir pokar

Frá áramótum tekur við ný meðferð á lífrænum úrgangi og frá þeim tíma má ekki setja maíspoka í lífræna úrganginn. Ástæða þess er sú að lífræni úrgangurinn fer í moltugerð hjá Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi. Sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar. 

Njótum aðventunnar í Hveragerði

Til þess að halda utan um viðburðina leggur Hveragerðisbær til viðburðadagatal Hveragerðisbæjar þar sem hægt er að senda inn viðburði og fylgjast með dagskrá desembermánaðar undir liðnum ,,Jól í bæ". Þar verða viðburðirnir saman komnir með smá lýsingu á hverjum viðburði, tímasetningu og mynd. Þar geta þá Hvergerðingar og gestir fylgst með öllum þeim viðburðum sem eru fyrirhugaðir á aðventu og jólum í bænum.
Getum við bætt efni síðunnar?