Fara í efni

Bygginga- og mannvirkjafulltrúi

Bygginga- og mannvirkjafulltrúi veitir byggingarleyfi vegna hvers konar mannvirkjagerðar sem háð er byggingarleyfi. 

Bygginga- og mannvirkjafulltrúi hefur umsjón með framkvæmd byggingamála og eftirlit með mannvirkjagerð. Hann hefur umsjón með mælingum, úttektum, skráningum fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðslu umsókna. Bygginga- og mannvirkjafulltrúi hefur yfirumsjón með fasteignum Hveragerðisbæjar, ástandskoðunum, tillögum að viðhaldi ásamt umsjón og framkvæmd þess.

Umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um byggingarleyfi er send byggingarfulltrúa ásamt aðalteikningu og öðrum hönnunargögnum, þ.m.t. tilkynningu um hver verði hönnunarstjóri mannvirkisins. Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn um byggingaleyfi eru:
- Umsókn um skráningu byggingastjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing hönnunarstjóra
- Umsókn um skráningu iðnmeistara
- Starfsábyrgðartrygging byggingastjóra
- Aðaluppdrættir í tvíriti
- Skráningartafla af forskrift Þjóðskrár Íslands

Eftirfarandi málaflokkar heyra undir bygginga- og mannvirkjafulltrúa:
Byggingarmál skv. Lögum nr. 160/2010 um mannvirki og byggingarreglugerð nr. 112/2012

Viðtalstímar  við bygginga- og mannvirkjafulltrúa er alla virka daga frá kl. 13:00 - 15:00.

Jón Friðrik Matthíasson er bygginga- og mannvirkjafulltrúi
Netfang: jonfridrik@hveragerdi.is

Síðast breytt: 25.01.2022