Fara í efni

Skjálftinn 2008

Sýning í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði

þann 29.maí 2008 kl.15:45 varð öflugur skjálfti suðaustur af Hveragerði. Stærð hans var 6,3 á Richterskvarða.

Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjálftans í maí 2008 í Hveragerði. Á sýningunni má sjá reynslusögur íbúa, upplýsingar um áhrif skjálftans á hús, nánasta umhverfi og innbú bæjarbúa. Á sjónvarpsskjáum má sjá upptökur úr eftirlitsmyndavélum, ljósmyndir frá bæjarbúum og upplýsingar frá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands.

Hægt er að upplifa jarðskjálfta í jarðskjálftahermir sem er yfir 6 á richter. Jarðskjálftasprunga sem fannst við byggingu hússins 2003 er upplýst og á sýningunni.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis en greiða þarf fyrir upplifun í jarðskjálftaherminn.

Síðast breytt: 12.03.2024
Getum við bætt efni síðunnar?