Fara í efni

Frístundastyrkur

Hveragerðisbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 0 – 18 ára sem hafa lögheimili í Hveragerðisbæ.

Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi. 

  • Miðað er við fæðingarár. 
  • Hægt er að sækja um frístundastyrkinn ár hvert
  • Frístundarstyrkur miðast við almanaksár hverju sinni, þ.e. frá 1. janúar til 31. desember.
  • Árið 2025 er frístundastyrkurinn kr. 44.000. Upphæð frístundastyrksins er ákvörðun bæjarstjórnar ár hvert.
  • Hægt er að nýta frístundastyrkinn hjá félögum innan Hveragerðisbæjar sem og í öðrum sveitarfélögum.
  • Aðeins er greiddur styrkur við nýskráningu á námskeið.
  •  Ekki er hægt að flytja styrkinn á milli ára og ekki er heimilt að flytja hann á milli barna.
  • Þeir foreldrar/forráðamenn sem eiga sama lögheimili og barn geta ráðstafað frístundastyrk þess. En foreldri sem er með forræði getur veitt hinu foreldrinu heimild til að ráðstafa styrk.

Flest félög eru með skráningarkerfið sitt í Sportabler. Þar er hægt að kaupa námskeið og ráðstafa Frístundastyrk. Hakað er við „Nota Frístundastyrk Hveragerðisbæjar“ við skráningu á námskeið og þá lækkar upphæð gjalda um þá upphæð sem nemur inneign frístundastyrks. Athugið að það er ábyrgð félagana að biðja um að vera tengt við frístundarkerfi Hveragerðisbæjar. 
Ef ekki er hægt að nýta frístundarstyrkinn í skráningarkerfi viðkomandi félags má senda greiðslukvittun fyrir námskeiðinu á mottaka@hveragerdi.is ásamt reikningsupplýsingum, kennitölu foreldris og barns. 

Nýskráning inn á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/

Markmiðið með þessari niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.

Reglur um frístundastyrk 

Síðast breytt: 15.09.2025