Fara í efni

Frístundastyrkur

Hveragerðisbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 0-18 ára (miðað við fæðingarár) með lögheimili í Hveragerði frístundstyrk vegna þáttöku í skipulögðu  frístundastarfi. 

Skilyrði til greiðslu styrks.
Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé að ræða af viðurkenndum aðila sem lagt hefur fram upplýsingar um starfsemi sína til menningar- og frístundafulltrúa. Sem dæmi um slíkt má nefna: ungbarnasund, tónlistarnám, skátastarf, íþróttaæfingar, leiklist, söngnám, leikjanámskeið, skólagarðar, sundnámskeið o.m.fl. Styrkurinn getur aldrei numið hærri upphæð en þeirri sem kemur fram á framlögðum greiðslukvittunum.

Útborgun styrkjar.
Foreldrar/forráðamenn greiða fyrir frístundastarf barna sinna. Þeir sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sótt um rafrænt og með umsókninni þarf að vera greiðslukvittun.

Innan fárra daga verður árlegur styrkur lagður inn á reikning viðkomandi foreldris/forráðamanns.

Sækja um frístundastyrk

 

 

 

 

Síðast breytt: 28.01.2020