Fara í efni

Frístundastyrkur

Hveragerðisbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 0-18 ára (miðað við fæðingarár) með lögheimili í Hveragerði frístundstyrk vegna þáttöku í skipulögðu  frístundastarfi. 

Skilyrði til greiðslu styrks.
Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé að ræða af viðurkenndum aðila sem lagt hefur fram upplýsingar um starfsemi sína til menningar- og frístundafulltrúa. Sem dæmi um slíkt má nefna: ungbarnasund, tónlistarnám, skátastarf, íþróttaæfingar, leiklist, söngnám, leikjanámskeið, skólagarðar, sundnámskeið o.m.fl. Styrkurinn getur aldrei numið hærri upphæð en þeirri sem kemur fram á framlögðum greiðslukvittunum.

Greiðslukvittun þarf að fylgja með umsókn um frístundastyrk. Til þess að kvittun sé tekin gild þarf nafn barnsins og námskeið sem greitt er fyrir að koma fram á kvittuninni. Yfirleitt er hægt að nágast fullnægjandi kvittun á innra vefsvæði íþróttafélaganna. Að örðu leiti þarf að óska sérstaklega eftir greiðslukvittun hjá viðkomandi námskeiðshaldara.

Leiðbeiningar til þess að sækja greiðslukvittun á innra vefsvæði Hamars.

Útborgun styrkjar.
Foreldrar/forráðamenn greiða fyrir frístundastarf barna sinna. Þeir sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sótt um rafrænt og með umsókninni þarf að vera greiðslukvittun.

Frístundastyrkur fyrir árið 2020 er upphæð 25.000.kr.

Innan fárra daga verður árlegur styrkur lagður inn á reikning viðkomandi foreldris/forráðamanns.

Sækja um frístundastyrk

 

 

 

 

Síðast breytt: 20.11.2020