Fara í efni

Frístundastyrkur

Frístundastyrkur Hveragerðisbæjar verður rafrænn frá 1. janúar 2021

Hveragerðisbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 0 – 18 ára sem hafa lögheimili í Hveragerðisbæ. Miðað er við fæðingarár.

Árið 2021 er frístundastyrkurinn kr. 26.000.

Það sem þú þarft að vita um rafræna frístundastyrkinn er:

Aðeins er greiddur styrkur við nýskráningu á námskeið. Ef greiðslum er dreift er ekki hægt að nýta frístundastyrkinn fyrir námskeið sem þegar hefur verið greitt út fyrir. Hægt er að sækja um frístundastyrkinn ár hvert frá 1. janúar til 31. janúar ári síðar.

Til að sækja um styrkinn gildir eftirfarandi:

1. Ef skráning barnsins á námskeið er í rafrænu formi:
  • Við skráningu barna á námskeið og greiðslu æfingagjalda inni í rafrænu skráningakerfi íþróttafélags/frístundafélags er hægt að ráðstafa framlaginu.
  • Hakið við, , til að nýta frístundastyrk til að virkja greiðslu. 
  • Þeir foreldrar/forráðamenn sem eiga sama lögheimili og barn geta ráðstafað frístundastyrk þess. En foreldri sem er með forræði getur veitt hinu foreldrinu heimild til að ráðstafa styrk. Það er gert með því að fara inná vef https://hveragerdi.felog.is/ skrá sig inn og smellir á nafn barnsins og þar er hægt að veita öðrum aðila heimild til að ráðstafa styrk.

     

2. Ef skráning barnsins á námskeið er ekki í boði rafrænt:
  • Byrja á því að kanna hvort námskeið sé í boði á hveragerdi.felog.is.
  • Ef já, þá þarf að halda áfram með skráningu þar og haka við, , að nýta frístundastyrk til að virkja greiðslu.
  • Ef nei, þá þarf að hafa samband við námskeiðshalda áður en greitt er fyrir námskeiðið og benda honum á að hafa samband við bæjarskrifstofuna til að fá tengingu.
  • Þegar tenging er komin er hægt að fylgja leiðbeiningu við lið 2.

 

 

Vinsamlegast hafið samband við móttöku Hveragerðisbæjar, s. 4834000 ef vantar tengingu hjá viðkomandi frístundafélagi.

Upphæð frístundastyrksins er ákvörðun bæjarstjórnar ár hvert.

Markmiðið með þessari niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum.

Reglur um frístundastyrk 

 

 

 

 

Síðast breytt: 09.09.2021