Fara í efni

Sorpstöð Suðurlands bs.

Sorpstöð Suðurlands, er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi og fyrirtækja í þeirra eigu í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. 

Markmið Sorpstöðvar Suðurlands er:

a. Að annast förgun sorps fyrir aðildarsveitarfélög og fyrirtæki sem þar starfa.

b. Að kappkosta að starfseminni sé ávallt hagað þannig að hún uppfylli ákvæði laga, reglugerða og starfsleyfis um förgun sorps.

c. Að framkvæma gjaldskrárstefnu með þeim hætti að sveitarfélög og aðrir viðskiptaaðilar á Suðurlandi njóti hagkvæms reksturs.

d. Að stuðla að þróun hagkvæmrar sorphirðu á þann hátt að flokkun og endurvinnsla aukist samfara minnkun þess sorps sem til förgunar fer.

e. Að haga starfseminni þannig að hún verði ávallt í fararbroddi og sátt við umhverfið.

Samþykktir Sorpstöðar Suðurlands 

Nánari upplýsingar um Sorpstöð Suðurlands má finna heimasíðu þeirra sorpstodsudurlands.is

Síðast breytt: 12.01.2023