Fara í efni

Þetta líður hjá

Listaverkið „Þetta líður hjá“ eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur

Verkið er reist af Hveragerðisbæ í tilefni af 70 ára afmæli bæjarfélagisins en hugmyndina kynnti Elísabet Jökulsdóttir fyrir bæjaryfirvöldum á afmælisárinu 2016 eftir kynni hennar af Varmá og unglingunum í bænum.

Listaverkið felst í því að stærðar steini eða bjargi hefur verið komið fyrir á bakka Varmár þar sem áin rennur flesta daga lygn og falleg. Myndhöggvarinn Matthías Rúnar Sigursson hefur höggvið út stól í hið 12 tonna bjarg sem sótt var í nágrennið eftir forskrift listamannsins. Stólinn snýr í há suður og í honum geta allir notið notið kyrrðar og fallegs útsýnis yfir ána.

Með setu í stólnum og verkinu sjálfu erum við minnt á að að líkt og áin líður hjá þá munu vandamál og verkefni lífsins sem oft virðast óyfirstíganleg einnig líða hjá. Verkið fjallar um vináttusamband okkar og náttúrunnar. Og hvað náttúran vill segja okkur á viðkvæmum stundum. Og að okkur er óhætt að lifa með tilfinningum okkar.

Elísabet hefur tileinkað unglingum þetta einstaka og fallega verk.

Stutt gönguleið er að listaverkinu frá bílastæði Leikskólans Undralands við Þelamörk.

Síðast breytt: 22.03.2022
Getum við bætt efni síðunnar?