Stoð- og stuðningsþjónusta mikilvæg í skólastarfi
27.11
Frétt
Á fundi sínum þann 26. nóvember fékk skólanefnd Hveragerðisbæjar kynningu á stoð- og stuðningsþjónustu í skólastofnunum bæjarins auk frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku.
Skólanefnd þakkar forstöðumönnum fyrir góðar og vandaðar kynningar sem sýna skýrt mikilvægi snemmtækrar íhlutunar ásamt faglegri þjónustu til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda. Mikið þróunarstarf hefur verið unnið í skólum og frístundamiðstöð til að mæta nemendum sem best.
Samvinna og teymisvinna er lykill að góðum árangri og var jákvæðni fyrir frekara samstarfi og þróun stoðþjónustu hjá Hveragerðisbæ áþreifanleg á fundi skólanefndar.
Sandra Sigurðardóttir
formaður skólanefndar
Síðast breytt: 27. nóvember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?