Fara í efni

Leikskólinn Óskaland

Leikskólinn Óskaland er fjögurra deilda leikskóli

Fyrri hluti leikskólans Óskalands var tekinn í notkun 1. júlí 2004. Síðari hluti húsnæðisins var vígður á haustmánuðum 2007 og telst skólinn nú fullbyggður með fjórum deildum.

Markmið leikskólans eru miðuð við aðalnámsskrá leikskóla og eru m.a.:

*Að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu, listsköpun.

*Að efla heildarþroska barnsins gegnum leik.

*Að auka gleði og samvinnu milli barna, foreldra og starfsfólks og að öllum líði vel.

*Að börnin þrói með mér skapandi og gagnrýna hugsun.

*Að börnin læri að umgangast náttúruna og umhverfið með virðingu.

*Að börnin læri að þekkja eigin tilfinningar og læri að virða tilfinningar annarra og þori að eiga frumkvæði að samskiptum við aðra.

Umhverfisvænn leikskóli

Unnið er að því að leikskólinn verði umhverfisvænn leikskóli. Börnunum er kennt að spara vatn og rafmagn þar sem þetta eru ekki óþrjótandi auðlindir. Lífrænum úrgangi er safnað í safnkassa úti á lóðinni. Endurvinnanlegu efni s.s. pappír, umbúðum og mjólkurfernum er safnað í kassa. Það sem hægt er að nota í listsköpun er notað en öðru er skilað á endurvinnslustöð. Afgangsmatvælum sem annars væri hent er safnað í fötu og fá hamingjusamar hænur í Ölfusinu að njóta þeirra.

Kíktu einnig á þetta

Leikskólinn Undraland

Leikskólinn Undraland var tekinn í notkun í september 1982 með tveimur aldursskiptum deildum, í desember 1997 var þriðja deildin opnuð.  Leikskólinn f…
Þelamörk 62
810 Hveragerði
Sími: 483 4234
Síðast breytt: 23.12.2020
Getum við bætt efni síðunnar?