Fara í efni

Varmahlíðarhúsið

Varmahlíðarhúsið er eitt elsta íbúðarhús Hveragerðisbæjar reist árið 1929.

Húsið er einlyft, bárujárnsklætt timburhús með lágreistu mænisþaki. Húsið hefur hlotið faglega endurgerð. Þar er nú gestaíbúð fyrir listamenn en húsið er fullbúið með húsgögnum og tækjum. Afnot af húsinu eru endurgjaldslaus fyrir listamennina en óskað er eftir að listamenn kynni listsköpun sína og stuðli með þeim hætti að því að efla menningaráhuga uppvaxandi kynslóðar í Hveragerði.

Menningar- íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir árlega í nóvember eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna ársins 2023, upplýsingar má finna hér.

Umsóknarfrestur er til  25. nóvember 2022.

Síðast breytt: 09.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?