Fara í efni

Sorpmál í Hveragerði

Nú flokkum við í fjóra flokka

Bréfpokar frá áramótum - nýjir pokar - ný karfa

Frá áramótum tekur við ný meðferð á lífrænum úrgangi og frá þeim tíma má ekki setja maíspoka í lífræna úrganginn. Ástæða þess er sú að lífræni úrgangurinn fer í moltugerð hjá Gas- og jarðgerðarstöð Gaju á Álfsnesi. Sú stöð tekur ekki við maíspokum þar sem þeir geta valdið vandræðum í vélbúnaði stöðvarinnar.

Hveragerðisbær mun dreifa til allra íbúa nýju flokkunaríláti og bréfpokum sem koma í staðinn fyrir maíspokana.

Börn úr efstu bekkjum Grunnskólans í Hveragerði munu ganga í öll hús frá í Hveragerði á tímabilinu 4. - 8. desember og afhenda körfu og poka. Ef enginn skyldi vera heima þá er skilin eftir miði til að láta vita að búið sé að koma við hjá ykkur. Það verður hægt að sækja körfu og pokana á eftirtöldum stöðum:

Gámasvæðinu Bláskógum
Bæjarskrifstofunni
Bókasafninu í Sunnumörk

Breytingar á samsetningu sorpíláta
Íbúar Hveragerðisbæjar geta frá og með 1. nóvember 2023 valið að breyta samsetningu tunna hjá sér miðað við fjögurra tunnu kerfið.


Með síðustu breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs var komið á samræmdu flokkunarkerfi fyrir endurvinnslu og meðhöndlun sorps. Þetta er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiði til meiri og betri flokkunar. 

Nýja flokkunarkerfið byggir á sérsöfnun á eftirfarandi fjórum flokkum við íbúðarhús:

Þá er sveitarfélögunum einnig skylt að nota samræmdar flokkunarmerkingar sem mun einfalda fólki mikið við flokkun.

Nú er Hveragerðisbær að innleiða nýja kerfið og því bætist við tunna á þitt heimili. Íslenska gámafélagið mun afhenda nýju tunnuna og aðrar tunnur verða endurmerktar með nýjum merkingunum. Aðrir flokkar sem til falla á heimilinu má skila á grenndarstöðvar eða til gámasvæðis samkvæmt gjaldskrá  gámasvæðisins 2023 - hana má finna hér

Sérbýli

Grunnkerfi
Grunnkerfið eru 3stk. 240 ltr. tunnur og ein 140 ltr. tunna.

Stærð tunnana er sú sama og verið hefur:

  • 240 ltr. tunnu eru ca 57 cm á breidd, hæðin er ca. 108 cm og dýptin er ca. 74 cm.
  • 140 ltr. tunna er ca. 48 cm á breidd, hæðin er  ca. 106 cm og dýptin er ca. 56 cm.

Fjölbýlishús


Í fyrstu munu breytingarnar verða minnstar hjá íbúum fjölbýlishúsa því þar verður ílátum ekki fjölgað heldur einungis merkt upp á nýtt í samræmi við nýtt flokkunarkerfi. Þann 1. janúar 2024 mun ný gjaldskrá taka gildi, þar sem sorpgjöldin verða í hlutfalli við eignarhluta íbúða í fjölbýli. Við fyrstu útreikninga má áætla að sorphirðugjöld minni íbúða muni lækka.

Grunnkerfi eftir breytingar:

Breytingar á samsetningu  sorpíláta
Íbúar Hveragerðisbæjar geta frá og með 1. nóvember 2023 valið að breyta samsetningu tunna hjá sér miðað við fjögurra tunnu kerfið.

A. Hægt verður að fá 140 ltr spartunnu undir blandaðan úrgang.

B. Hægt verður að fá tvískipta tunnu undir almennt sorp (140 ltr.) og lífúrgang- og matarleifar (100 ltr.).

Fleiri valmöguleikar varðandi fyrirkomulag á sorptunnum eru í boði en gefið eru upp í bæklingi sem borinn var í hús. Fyrir utan leið A og B sem komu þar fram er t.d. hægt að óska eftir öllum tunnunum sem spartunnum (140L í stað 240L) eða pappír og pappa (140L) og tvískiptri tunnu fyrir lífrænt og heimilissorps.

Einnig verður hægt að samnýta fjögur ílát með nágrönnum en þá skiptist breytilegi kostnaðurinn á milli heimila en hvert heimili borgar fastagjaldið eftir sem áður.

Dæmi um kostnað frá og með 1. Janúar 2024 - kostnaður per ár – ATH að gjaldskrá er ósamþykkt og er hér því um leiðbeinandi verð að ræða að sinni.

Standard pakkinn

Fastur kostnaður kr. 15.000.-
Blandaður úrg 240 l kr. 40.000.-
Pappír 240 l kr. 5.000.-
Plast 240 l kr. 5.000.-
Lífrænt 140 l kr. 5.000.-

Samtals kr. 70.000.-

Minni Blandaður úrgangur.

Fastur kostnaður kr. 15.000.-
Blandaður úrg 140 l kr. 22.000.-
Pappír 240 l kr. 5.000.-
Plast 240 l kr. 5.000.-
Lífrænt 140 l kr. 5.000.-

Samtals kr. 52.000.-

Tvískipt tunna

Fastur kostnaður kr. 15.000.-
Blandaður úrg/lífrænt tvískipt kr. 32.000.-
Pappír 240 l kr. 5.000.-
Plast 240 l kr. 5.000.-

Samtals kr. 57.000.-

  • Kostnaður heimili í Hveragerði fyrir árið 2023 var kr. 46.200
  • Raunkostnaður fyrir árið 2022 var 83.182 kr.
  • Hveragerðisbær hefur því niðurgreitt raunkostnað við sorpmál hvers heimilis fram að þessu.

Breytingar á gjaldtöku munu taka gildi um áramótin 2024

Með nýju hringrásarlögunum er sveitarfélögum skylt að breyta fyrirkomulagi sínu við gjaldheimtu vegna sorpmála og að óbreyttu mun eftirfarandi taka gildi um næstu áramót:

  • Innheimt verður fastur kostnaður 15.000 kr. Hvert heimili borgar það gjald óháð tunnufyrirkomulagi.
  • Innheimt verður breytilegur kostnaður – hann ræðst af tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda – hér má sjá ósamþykkta gjaldskrá og verð því leiðbeinandi
  • Gjaldtaka verður á Gámasvæðinu.
  • Grenndarstöðvar verða gjaldfrjálsir, þ.e. kostnaður við þær er í fastagjaldinu – ATH þar verður ekki hægt að losa sig við pappír, pappa, pappír, heimilissorp eða lífrænt sorp.

Breytingar á tíðni

Til að halda niðri kostnaði við þessar breytingar hefur verið samþykkt að breyta tíðni losunar úr 21. dags yfir í 28 daga hirðu. Íbúar fá aukið rúmmál fyrir rúmmálsfrekasta úrganginn með fjölgun íláta.

Umgengni og aðgengi

Athuga skal að heimilt er að synja um losun úrgangs ef aðgengi er ekki greitt að sorptunnum skv. samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hveragerði. Ef flokkunarleiðbeiningum er ekki fylgt verða ílát ekki tæmd.

Grenndarstöðvar

Við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs var hlutverk grenndarstöðva skilgreint og nú er hægt að skila gleri, málmi og textíl. Kostnaður við rekstur grenndarstöðva verður hluti af fastagjaldi heimila. Grenndarstöð er við horn Heiðarbrúnar og Þelamarkar og til bráðabrigða á malarplani við enda Dynskóga. 

Gámasvæði

Rekstur gámasvæðisins að Bláskógum 16 verður óbreyttur út þetta ár. Þar er tekið á móti öllum flokkum úrgangs gegn gjaldi samkvæmt gjaldskrá.

Opnunartími gámasvæðis:
Mánudaga til föstudaga 16:00-18:00
Laugardaga 12:00-16:00

Fast gjald á heimili

Fast gjald er gjald sem sveitarfélagi er heimilt að ákveða á hvert heimili til að standa straum af kostnaði við meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Fast gjald hefur hingað til verið greint í sorphirðugjald og sorpeyðingargjald. Við breytingar laga þá verður til breytilegt gjald og fast gjald. Breytilegt gjald er það gjald sem stendur straum af hirðu úrgangs við heimili og íbúar geta valið sína samsetningu íláta og haft þannig bein áhrif á sinn kostnað. Fast gjald er allt það gjald sem ekki er beintengt úrgangsmagni heldur stendur straum af veittri þjónustu tengda málaflokknum t.d. launakostnaður starfsmanna, umsýsla málaflokksins, fræðsla, hreinsun rusls á víðavangi og rekstri grenndarstöðva.

Aðrar upplýsingar

Íbúafundur var haldinn með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins á Hótel Örk þann 4. október.

Á vef Umhverfisstofnunar má finna haldbærar upplýsingar um hvað þessar nýju lagabreytingar þýði fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 

Alþingi

 

 

 

 

Síðast breytt: 10.01.2024