Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar
Hveragerðisbær veitir menningarverðlaun til einstaklinga, hópa eða félagasamtaka í Hveragerði samkvæmt eftirfarandi reglum:
- Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar eru veitt árlega.
- Menningarverðlaunum skal úthlutað á 17. júní eða á öðrum menningarhátíðum bæjarins.
- Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd gerir tillögur um menningarverðlaun ár hvert til bæjarstjórnar og skal tillagan vera afgreidd fyrir lok maí mánaðar frá nefndinni.
- Heimilt er að veita einstaklingi, hópi eða félagasamtökum verðlaunin.
- Verðlaunahafi getur fengið verðlaunin oftar en einu sinni, en þó skal aldrei líða færri en fimm ár á milli þess sem sami aðili fær verðlaunin.
- Verðlaunagripur skal vera íslensk hönnun og fjárupphæð sem tekur mið af fjárhagsáætlun hvers árs.
Síðast breytt: 22.01.2020