Fara í efni

Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar

Hveragerðisbær veitir menningarverðlaun til einstaklinga, hópa eða félagasamtaka í Hveragerði samkvæmt eftirfarandi reglum:

  1. Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar eru veitt árlega.
  2. Menningarverðlaunum skal úthlutað á 17. júní eða á öðrum menningarhátíðum bæjarins.
  3. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd gerir tillögur um menningarverðlaun ár hvert til bæjarstjórnar og skal tillagan vera afgreidd fyrir lok maí mánaðar frá nefndinni.
  4. Heimilt er að veita einstaklingi, hópi eða félagasamtökum verðlaunin.
  5. Verðlaunahafi getur fengið verðlaunin oftar en einu sinni, en þó skal aldrei líða færri en fimm ár á milli þess sem sami aðili fær verðlaunin.
  6. Verðlaunagripur skal vera íslensk hönnun og fjárupphæð sem tekur mið af fjárhagsáætlun hvers árs.

Eftirfarandi listamenn hafa fengið þakkir fyrir einstakt framlag til menningarstarfs Hveragerðisbæjar

2023 - Sigurgeir Skafti Flosason og Unnur Birna Björnssdóttir
2022 - Skátafélagið Strókur
2021 - Söngsveit Hveragerðis
2020 - Anna Jórunn Stefánsdóttir 
2019 - Félag eldri borgara
2018 - Hljómlistarfélag Hveragerði
2017 - Leikfélag Hveragerðis
2016 - Listvinafélagið
2015 - 
2014 - 
2013 - 
2012 - Hrönn Walters
2011 - 
2010 - Magnús Þór Sigmundsson
2009 - Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar

Síðast breytt: 26.06.2023