Fara í efni

Ummönnunargreiðslur TR

,,ATH vefsíðan er í uppfærslu"

Sótt er um umönnunargreiðslur með því að leggja fram umsókn til Tryggingastofnunar ásamt læknisvottorði og öðrum fylgigögnum til Tryggingastofnunar.

Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til foreldra sem eiga börn sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi. Fjárhagsaðstoð í formi umönnunargreiðslna er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður og tilfinnanlegur fyrir foreldra. Umönnunargreiðslur eru ákvarðaðar út frá umönnunarmati sem byggir á 4. grein laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 og reglugerð nr. 504/1997.

Umönnunarkort veitir foreldrum afslátt af læknisþjónustu fyrir börn. Umönnunarkort eru veitt með umönnunarmati og ekki þarf að sækja sérstaklega um þau. Sum fyrirtæki og stofnanir veita afslátt gegn framvísun umönnunarkorts.

Umönnunargreiðslur geta verið frá fæðingu barns og til 18 ára aldurs. Þær eru skattfrjálsar og greiddar út fyrirfram í byrjun mánaðar. Foreldrar sem fá umönnunargreiðslur, þ.e. mánaðarlegar greiðslur, geta einnig sótt um niðurfellingu á bifreiðagjaldi af einum bíl.

Ef barn er með fötlun þarf Tryggingastofnun að fá tillögu um umönnunargreiðslur frá starfsmönnum í málefnum fólks með fötlun hjá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis. Farsælast er að senda Tryggingastofnun umsókn og læknisvottorð, sem mun síðan senda erindi til sveitarfélaga og kalla eftir tillögu um umönnunargreiðslur.

Hér er sótt um umönnunargreiðslur og hægt að lesa nánar um umönnunargreiðslur á heimasíðu Tryggingastofnunar.

Síðast breytt: 01.03.2024