Fara í efni

COVID - 19

Bæjaryfirvöld vilja tryggja að íbúar Hveragerðisbæjar hafi aðgang að góðum upplýsingum varðandi Covid-19 og þær aðgerðir sem nauðsynlegt getur verið að grípa til í baráttunni við þennan óvelkomna vágest.
 
Á þessari síðu munum við birta upplýsingar tengdar Covid-19 veirunni og allar takmarkanir sem kunna að verða á starfssemi stofnana Hveragerðisbæjar vegna hennar. Hér má einnig finna viðbragðsáætlanir Hveragerðisbæjar og fleira tengt almannavarnaástandi eins og nú hefur skapast.
 
Í byrjun má hér finna leiðbeiningar vegna COVID-19 og mjög mikilvægt að halda áfram að tileinka sér þær. Þá hefur embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri og Almannavarnardeild opnað vefinn www.covid.is - vegna Covid-19 kórónuveirunnar þar sem finna má góð ráð og allar tölulegar upplýsingar. Á heimsíðu landlæknis www.landlaeknir.is má einnig sækja upplýsingar sem og á síðu almannavarna www.almannavarnir.is
 
Samkomubann aldrei fleiri en 20 saman
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur tímabundið í fjórar vikur frá og með næsta mánudegi, 15. mars, til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þar er átt við viðburði þar sem fleiri en 20 manns koma saman og ná takmarkanirnar til landsins alls. Auk þess þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum á öllum viðburðum.
 
SASS samtök sunnlenskra sveitarfélaga hefur birt gagnlegar upplýsingar fyrir  fyrirtæki og einstaklinga þar sem kynntar eru aðgerðir stjórnvalda og þeir möguleikar sem standa til boða. 
 
Aldís Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri

 

Síðast breytt: 28.04.2020