HUGRAKKT OG HÆFILEIKARÍKT UNGT FÓLK Í SKJÁLFTANUM 2025 Á SUÐURLANDI
Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna fór fram í fimmta sinn í um helgina við hátíðlega athöfn. Á hátíðinni sýndu ungmenni úr 8.-10 bekk frá Grunnskólum á Suðurlandi fjölbreytt og áhrifarík sviðsverk.
Það var svo sannarlega hæfileikakonfettí sem sprakk yfir allt Suðurland. Þvílíkir töfrar sem ungmenninn sýndu á sviðinu.
Hátíðin einkenndist af samkennd, hugrekki, vináttu og samstöðu. Verkin voru hver öðru áhrifaríkari og sendu þau öll öflugan boðskap út í samfélagið.
Hægt er að sjá öll atriði SKJÁLFTANS 2025 ár RÚV: SKJÁLFTINN Á RÚV
VALLASKÓLI bar sigur úr býtum við gífurleg fagnaðarlæti með verkið sitt LITRÍKIR SKUGGAR.
„Verkið speglar bakslagið sem dynur á hinsegin samfélaginu og eflir þá vonarbarátta um viðsnúninginn að ljósinu sem beinir okkur í rétta átt.“
Annað sætið hlaut Grunnskólinn í Hveragerði fyrir verkið ÞORI, GET OG VIL.
„Verkið fjallar um kvenréttindabaráttuna og það ferðalag sem konur hafa farið í til að fá sömu réttindi og karlmenn.“
Í þriðja sæti var Reykholtsskóli með verkið STERÍÓTÝPUR.
„Verkið fjallar um það að vilja falla inn í hópinn en þurfa þess ekki. Fögnum fjölbreytileikanum, einstaklingnum sem einstökum og gleðinni við það að vera maður sjálfur.“
Svið og tækni: Sigurgeir Skafti Flosason
Framkvæmdastýring SKJÁLFTANS. Halldóra Rut Baldursdóttir hjá kromik.is
Stofnandi Skjálftans: Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Styrktaraðili Skjálftans: SASS, Samband sunnlenskra Sveitarfélaga