Fara í efni

Íþróttamaður Hveragerðis - tilnefningar óskast

Nú þegar árið 2025 fer senn að líða undir lok er tímabært að líta til baka og horfa yfir þau afrek sem íþróttafólk Hveragerðisbæjar hefur unnið til á árinu. Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd óskar eftir tilnefningum frá íþróttafélögum og einstaklingum vegna íþróttamanns Hveragerðis 2025. Eins óskar nefndin eftir upplýsingum um Íslands-, og bikarmeistaratitla auk alþjóðlegra afreka og keppni einstaklinga fyrir landslið.

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum á fundi sínum þann 10. desember næstkomandi. Tilnefningar til íþróttamanns ársins ásamt rökstuðningi óskast sendar fyrir kl. 16 mánudaginn 8. desember til menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa á netfangið sigridurhj@hveragerdi.is

Á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar 2026, verður íþróttamaður Hveragerðis heiðraður við hátíðlega athöfn í Listasafni Árnesinga. Við sama tækifæri verða veittar viðurkenningar til þeirra sem hafa keppt með landsliðum og unnið til Íslands- og/eða bikarmeistaratitla. 


Síðast breytt: 1. desember 2025
Getum við bætt efni síðunnar?