Fara í efni

Bókasafnið í Hveragerði

Bókasafn Hvergerðis er vettfangur fyrir íbúa bæjarins til að hittast og nýta sér fjölbreyttan safnkost.

Starfsemin er fjölbreytt;  meðal fastra liða á bókasafninu eru sögustundir, fyrirlestrar, leshringir og prjónakaffi.

Haustið 2004 flutti Bókasafn Hveragerðis í nýtt húsnæði í Verslunarmiðstöðinni í Sunnumörk. Húsnæðið er glæsilegt og staðsetningin frábær. Starfsemi safnsins hefur breyst nokkuð eftir flutningana því að nú er það ,,í leiðinni" þegar fólk gerir matarinnkaupin. Fyrirkomulag í safninu finnst safngestum notalegt en þar eru reglulega settar upp listsýningar á vegum heimamanna og annarra sem áhuga hafa á að sýna í safninu. Sýningarsvæðið dregur nafn sitt af jarðsprungunni sem klýfur Verslunarmiðstöðina og er til sýnis undir gler gólfi.

 

Síðast breytt: 08.09.2021
Getum við bætt efni síðunnar?