Fara í efni

Bæjarstjórn

Bæjarstjórn fer með stjórn Hveragerðisbæjar skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Bæjarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna bæjarfélagsins og um framkvæmd þeirra verkefna sem bæjarfélagið annast, að svo miklu leyti sem ekki eru settar um það reglur í löggjöf. Bæjarstjórn skal sjá um að lögbundin verkefni bæjarfélagsins séu rækt og að fylgt sé þeim reglum um meðferð sveitarstjórnarmála sem ákveðnar eru í lögum, reglugerðum og samþykktum bæjarfélagsins.

Fundir bæjarstjórnar eru annan fimmtudag í hverjum mánuði, kl. 17:00 og eru haldnir í fundarsal Breiðumörk 20.

Fundirnir eru opnir almenningi.

Málefnasamningur XO og XB

Aðalmenn:

Njörður Sigurðsson (O)  forseti bæjarstjórnar, sagnfræðingur, Borgarhrauni 34
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B) form. bæjarráðs, Aldinmörk 8
Halldór Benjamín Hreinsson (B) framkvæmdastjóri, Heiðmörk 47a
Sandra Sigurðardóttir (O) íþrótta- og heilsufræðingur, Dynskógar 13
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O) lögmaður, Langahrauni 13
Alda Pálsdóttir (D) framkvæmdastjóri Íbúðir 60+ í Mörkinni, Hverahlíð 4
Eyþór H. Ólafsson (D) verkfræðingur, Kambahrauni 31

Varamenn:

Andri Helgason (B) sjúkraþjálfari, Hraunbær 29
Lóreley Sigurjónsdóttir (B) eigandi og framkvæmdastjóri Fitnesbilsins, Bjarkarheiði 28
Hlynur Kárason (O) húsasmiður, Hraunbæ 45
Atli Viðar Þorsteinsson (O) verkefnastjóri og plötusnúður, Heiðarbrún 29
Sigríður Hauksdóttir (O) ráðgjafi félagsþjónustu, Aldinmörk 4
Sigmar Karlsson (D), Kambahraun 52
Ingibjörg Zoëga Björnsdóttir (D), Grænamörk 1

Listar við sveitarstjórnarkosningar 2022:

  • B-listi Frjálsra með Framsókn 480 atkv. 2 fulltr.
  • D-listi Sjálfstæðisflokks 572 atkv. 2 fulltr.
  • O-listi Okkar Hveragerðis 691 atkv. 3 fulltr.

Fjárhagslegir hagsmunir bæjarfulltrúa

Síðast breytt: 14.12.2023
Getum við bætt efni síðunnar?