Félagsþjónusta
Markmið með félagslegri aðstoð er að koma einstaklingum og fjölskyldum til aðstoðar í tímabundnum erfiðleikum. Markmið aðstoðarinnar til lengri tíma er alltaf að viðkomandi verði sjálfbjarga. Beitt er félagslegri ráðgjöf og tiltækum félagslegum úrræðum.
Þegar um fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna er að ræða er aðstoð oft til lengri tíma og markmið með þeirri þjónustu er að fatlaðir njóti sömu tækifæra og lífsgæða eins og aðrir.
Félagsráðgjafar eru:
Snjólaug Sigurjónsdóttir
snjolaug@hveragerdi.is
Helga Bryndís Kristjánsdóttir
helgab@hveragerdi.is
Félagsleg ráðgjöf
Þjónustan er í formi almennrar og sérhæfðrar ráðgjafar. Unnið er eftir lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. sjá hér
Markmið félagslegrar ráðgjafar er tvíþætt. Annars vegar að veita upplýsingar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda.
Ráðgjöfin sem stendur til boða er:
- Félagsleg ráðgjöf s.s. vegna uppeldis- og samskiptavanda.
- Ráðgjöf vegna fjármála
- Ráðgjöf vegna húsnæðismála og/eða þjónustu í búsetu
- Ráðgjöf er tengist atvinnu og endurhæfingu
- Sérhæð ráðgjöf /þjónusta vegna fatlaðra barna