Fara í efni

Fréttir

Þjónustusamningur við Söngsveit Hveragerðis undirritaður

Það var notaleg stemmning í Hveragerðiskirkju í gær þegar Geir Sveinsson bæjarstjóri og Sigrún Símonardóttir formaður Söngsveitarinnar undirrituðu þjónustusamning til milli Hveragerðisbæjar og Söngsveitar Hveragerðis. 

Hveragerðisbær og Hamar semja til þriggja ára

Nýr samstarfssamningur milli Hveragerðisbæjar og Íþróttafélagsins Hamars var undirritaður í gær á aðalfundi félagsins. Megininntak samningsins er tvíþætt og felst annars vegar í rekstrarstyrk til Hamars næstu þrjú árin eða til ársloka 2026 og hins vegar hefur Hveragerðisbær orðið við þeirri ósk Hamars að styðja við launagreiðslur vegna ráðningar framkvæmdastjóra félagsins næstu þrjú árin.

Opið fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina

Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til og með 4. apríl 2024. Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.

Tímamótasamningur um uppbyggingu í ferðaþjónustu

Hveragerðisbær og Reykjadalsfélagið hafa náð tímamótasamningi um viðamikla ferðaþjónustuuppbyggingu á Árhólmasvæðinu í Hveragerði. Samningurinn felur í sér kaup Reykjadalsfélagsins á byggingarrétti og úthlutun lóða ásamt uppbyggingu svæðisins.
Getum við bætt efni síðunnar?