Nú um mánaðarmótin hefur starfsemi í Hveragerði nýtt svið fræðslu- og velferðarþjónustu sem hingað til hefur að mestu leyti verið innan skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, SVÁ.
Bókasafnið í Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsmanni. Starfið felst í afgreiðslu og upplýsingagjöf til lánþega, þrifum og frágangi á safnkosti, aðstoð við viðburði og fleira tilfallandi.
Knattspyrnudeild Hamars í Hveragerði hlaut verðlaunin Grasrótarfélag ársins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Verðlaunin hlýtur Hamar fyrir þrautseigju í starfi yngri flokka við erfiðar aðstæður.
„Bæjarstjórn Hveragerðis skorar á ríkisstjórnina að veita auknu fjármagni til Vegagerðarinnar vegna snjómoksturs á Hellisheiði til að tryggja betri samgöngur á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlandsundirlendis.
Í tilefni að degi leikskólans hafa verið settar upp sýningar á listaverkum barna frá leikskólum bæjarins í Sunnumörk, í gluggum bæjarskrifstofunnar á Breiðumörk 20 og hjá heilsugæslunni.
Snjómokstur og hálkuvarnir í bænum eru samkvæmt ákveðinni forgangsröðun. Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að grunnskólum og leikskólum.