Fara í efni

Bókabæirnir austanfjalls

Bókabæirnir austanfjalls eru klasi samstarfsaðila sem tengjast bókum, menningu og ferðaþjónustu á svæðinu. Lykilfyrirtæki verkefnisins við upphaf þess voru Sunnlenska bókakaffið og Konubókastofan á Eyrarbakka, auk þeirra standa að verkefninu Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Flóahreppur, Markaðsskrifstofa Suðurlands, Bókasafn Árborgar, Listvinafélag Hveragerðis auk fjölda aðila í ferðaþjónustu, menntun og menningu á svæðinu.

Markmið Bókabæjanna austanfjalls er meðal annars að fá íbúa svæðisins til að taka sem mestan þátt í því að kynna bækur, varðveita þær og stuðla að því að fólk á öllum aldri haldi áfram að njóta bókalesturs. Bækur eru alltaf aðgengilegar svo framarlega sem þær eru varðveittar, enda hverfa þær ekki í ólgandi haf veraldarvefsins sem þýtur hjá okkur á ógnarhraða og endurnýjar sig á hverju degi. Texti sem er skrifaður og prentaður í bók, varðveitist þar og bíður næsta lesanda um ókomna tíð.

https://www.bokabaeir.is/

 

 

 

 

 

 

Síðast breytt: 08.11.2021