Gámasvæðið
Nú flokkum við í fjóra flokka
Með síðustu breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs var komið á samræmdu flokkunarkerfi fyrir endurvinnslu og meðhöndlun sorps. Þetta er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiði til meiri og betri flokkunar.
Nýja flokkunarkerfið byggir á sérsöfnun á eftirfarandi fjórum flokkum við íbúðarhús:
Rekstur gámasvæðisins að Bláskógum 16 verður óbreyttur út árið 2023. Þar er tekið á móti öllum flokkum úrgangs gegn gjaldi samkvæmt gjaldskrá.
Opnunartími gámasvæðis:
Mánudaga til föstudaga frá 16:00 - 18:00
Laugardaga 12:00-16:00
Athugið:
- Öll losun á gámastöðinni skal framkvæmd í samráði við starfsmann gámastöðvar.
- Mæling á rúmfangi farms fer fram áður en losun hefst.
- Gámastöðin leigir Hvergerðingum kerrur til flutnings á sorpi á gámastöðina.
Sorp frá heimilum:
Gámastöðin tekur við flokkuðum úrgangi frá heimilum í Hveragerði.
Sorp frá fyrirtækjum:
Gámastöðin tekur við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Hveragerði gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá. Gámastöðin er afgirt, með malbikuðu og upphituðu yfirborði og einum upphækkuðum rampi fyrir tvo pressugáma og gáma fyrir brotajárn, garðaúrgang, málað og ómálað timbur og grófan úrgang. Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.
Á svæðinu eru einnig fatagámar frá Rauða krossinu þar sem hægt er að losa sig við allan textíl, nýtanlegan sem ónýtan.
Aðrar upplýsingar
Íbúafundur var haldinn með fulltrúum Íslenska Gámafélagsins á Hótel Örk þann 4. október.
Á vef Umhverfisstofnunar má finna haldbærar upplýsingar um hvað þessar nýju lagabreytingar þýði fyrir almenning og atvinnulífið í landinu.
Alþingi