Fara í efni

Gámasvæðið

Í Hveragerði er þriggja flokka kerfi í sorphirðu. Bæjarbúar flokka sorpið við heimili sitt í þrjár tunnur, brúna, græna og gráa að lit. Markmiðið með sorpflokkuninni er að lágmarka það magn sorps sem fer til urðunar og auka um leið endurvinnslu með því að bjarga nothæfu rusli.

Athugið:
- Öll losun á gámastöðinni skal framkvæmd í samráði við starfsmann gámastöðvar.
- Mæling á rúmfangi farms fer fram áður en losun hefst.
- Gámastöðin leigir Hvergerðingum kerrur til flutnings á sorpi á gámastöðina.

Sorp frá heimilum:
Gámastöðin tekur við flokkuðum úrgangi frá heimilum í Hveragerði. Með framvísun miða fá íbúar ókeypis aðgang að svæðinu með 0,5 m3 gjaldskyldan úrgang allt að 10 sinnum á ári.

Sorp frá fyrirtækjum:
Gámastöðin tekur við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Hveragerði gegn greiðslu samkvæmt gjaldskrá. Gámastöðin er afgirt,  með malbikuðu og upphituðu yfirborði og einum upphækkuðum rampi fyrir tvo pressugáma og gáma fyrir brotajárn, garðaúrgang, málað og ómálað timbur og grófan úrgang. Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.

Á svæðinu eru einnig fatagámar frá Rauða krossinu þar sem hægt er að losa sig við allan textíl, nýtanlegan sem ónýtan. 

 

Síðast breytt: 12.04.2021
Getum við bætt efni síðunnar?