Fara í efni

Allir viðburðir

Veist þú um viðburð framundan í Hveragerðisbæ?
27 okt

Graskersútskurður á bókasafninu

Mánudaginn 27. október kl. 16-18 verður boðið upp á leiðsögn við graskersútskurð á bókasafninu. Þátttakendur þurfa að hafa með sér grasker og ílát undir innvolsið.
Bókasafnið í Hveragerði
27. október | 16:00-18:00
01 nóv

Herrakvöld Hamars

Frábær skemmtun. Aðeins 100 miðar í boði
Skyrgerðin
1. nóvember | 18:30-23:50
06 nóv

Bókaklúbbur

Fyrsti fundur bókaklúbbsins þennan veturinn verður fimmtudaginn 6. nóvember kl. 17-18. Þá ætlum við að fjalla um bókina Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur en Þórunn ætlar að mæta spjalla við okkur um bókina og jafnframt kynna nýja bók sína. Það verður heitt á könnunni að vanda og öll velkomin. Eintök af bókinni má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins.
Bókasafnið í Hveragerði
6. nóvember | 17:00-18:00
15 nóv

Lesið fyrir hund

Laugardaginn 15. nóvember býður Bókasafnið í Hveragerði, í samstarfi við félagið Vigdísi—vini gæludýra á Íslandi, börnum að lesa fyrir hund sem er sérstaklega þjálfaður til að hlusta á upplestur. Lestrarstundirnar eru hugsaðar fyrir læs börn á grunnskólaaldri og miða að því að auka öryggi barna við lestur. Athugið að nauðsynlegt er að bóka tíma fyrir fram. Það má gera með því að senda skilaboð í á Facebook, senda tölvupóst í netfangið bokasafn@hveragerdi.is eða koma við í afgreiðslu bókasafnsins.
Bókasafnið í Hveragerði
15. nóvember | 11:30-12:30
Getum við bætt efni síðunnar?