Kortagrunnur
Kortagrunnurinn er hugsaður íbúum til upplýsingaöflunar. Á vefnum er hægt að skoða teikningar af húsum, lagnaleiðir, lóðablöð, upplýsingar um snjómokstur/grasslátt og einnig er hægt mæla með auðveldum hætti lengd gönguleiða og fjarlægðir milli bæjarhluta. Gott er að hafa í huga að ekki eru alltaf til teikningar af eldri húsum í Hveragerði. Til að skoða upplýsingar um stök hús er hægt að velja rétta lóð á kortinu, eða skrifa inn heimilisfang í leitarglugga.
Nýr og notendavænni kortagrunnur hefur verið tekinn í notkun. Á kortagrunninum er hægt að finna ýmsar þekjur, þar sem hakað er við þær upplýsingar sem leitað er eftir á mismunandi bakgrunnum. Eins er að finna gömul og ný verkfæri til að vinna með í kortagrunninum, þar sem m.a. er hægt að bera saman nýjar og gamlar loftmyndir af Hveragerði, mæla vegalengdir og skoða íbúatölur og tölfræði ársins, svo eitthvað sé nefnt.