Fara í efni

Aðalskipulag

Aðalskipulag er unnið á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðarmynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.

Aðalskipulag skal sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdrætti og eftir atvikum á þemauppdráttum. Skipulagsgreinargerð skal lýsa rökstuddri stefnu sveitarstjórnar í ofangreindum málaflokkum ásamt umhverfismati aðalskipulagsins.

Í aðalskipulagi skal marka stefnu til a.m.k. tólf ára en jafnframt gera grein fyrir samhengi skipulagsáætlunarinnar og einstakra þátta hennar við langtímaþróun sveitarfélagsins

Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017 - 2029

Skipulagsfulltrúi er Hildur Gunnarsdóttir 
Netfang:  hildur@hveragerdi.is

 

 

Síðast breytt: 16.05.2022
Getum við bætt efni síðunnar?