Fréttir
Sérkennslustjóri í Óskalandi Hveragerði
				Leikskólinn Óskaland verður 9 deilda leikskóli frá og með hausti 2025 með 140- 160 börn á aldrinum 1.- 5 ára.  Auglýst  er eftir sérkennslustjóra til starfa í 100 % stöðu. Leitað er að lausnamiðuðum og ráðagóðum einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.			
			
		Leikskólakennarar í Óskalandi Hveragerði
				Leikskólinn Óskaland verður 9 deilda leikskóli frá og með hausti 2025 með 140- 160 börn á aldrinum 1.- 5 ára.  Auglýst  er eftir leikskólakennurum til starfa.
Í leikskólanum Óskalandi er leikurinn meginnámsleið barnsins, aðalkennsluleið kennarans og þungamiðja leikskólastarfsins. Börnin fá tækifæri til að leika sér á eigin forsendum, læra á umhverfi sitt, tjá tilfinningar og þróa félagsleg tengsl við önnur börn og kennara.  Í öllum leik vinna börn með hugmyndir sínar og öðlast jafnframt nýja þekkingu og færni. Í leik eflist þroski barna, bæði líkamlegur og andlegur.
			
			
		Getum við bætt efni síðunnar?