Fara í efni

Jafnréttismál

Jafnréttismál heyra undir bæjarráð Hveragerðisbæjar.  Jafnréttisáætlun er í gildi í bæjarfélaginu og er hún endurskoðuð á fjögurra ára fresti í síðasta lagi ári eftir sveitarstjórnarkosningar.  Núgildandi jafnréttisáætlun gildir til vors 2023. 

Í jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar kemur fram að jafnrétti snýst um að jafna aðgang að gæðum þannig að skilyrði allra, óháð kyni,  í Hveragerðisbæ til að njóta allra lífsins gæða verði eins og best verður á kosið.  Jöfn staða allra, óháð kyni, er grundvallaréttur og jöfn þátttaka allra í ákvarðanatöku er forsenda lýðræðislegs þjóðfélags. 

 Leiðarljós við gerð jafnréttisáætlunar Hveragerðisbæjar eru eftirfarandi:

  • Allir njóti jafnra tækifæra og hafi sömu möguleika til áhrifa í sveitarfélaginu.
  • Stúlkum og drengjum verði sköpuð tækifæri til náms og félagslífs sem ekki mótast af hefðbundnum kynhlutverkum.
  • Mikilvægt jafnréttismál er að útrýma kynbundnu ofbeldi og klámvæðingu. 
  • Jafnréttisáætlun þessi skal höfð að leiðarljósi við gerð annarra áætlana og stefnumótunar Hveragerðisbæjar.

Jafnréttisáætlun Hveragerðis 2020-2023

Unnið er að jafnlaunavottun í bæjarfélaginu og stefnt er að vottun þess í mars 2020.

 

 

 

Síðast breytt: 12.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?