Fara í efni

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er aðstoð sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Fólk sem notar NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana.

Fólk með fötlun getur samið við sveitafélagið um að sjá um og skipuleggja sína eigin aðstoð. Einstaklingurinn og sveitarfélagið gera þá svokallaðnn NPA samning sín á milli. Við gerð NPA samnings metur einstaklingurinn þarfir sínar og væntingar útfrá hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.

Sveitarfélagið og einstaklingurinn koma sér saman um þjónustuþörf einstaklingsins, þar sem sjálfsmatið er lagt til grundvallar. Út frá því er svo áætlað mánaðarlegt fjárframlag sveitarfélagsins til einstaklingsins svo að hann geti séð um og skipulagt þjónustuna sjálfur eftir sínum þörfum og hentisemi.

Hér má lesa Reglur Bergrisans bs á þjónustusvæði Suðurlands um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk.
Hér má fræðast nánar um NPA á vef NPA miðstöðvarinnar.

Síðast breytt: 10.07.2024