Fara í efni

Deiliskipulagsáætlanir í kynningu

Hlíðarhagi í Hveragerði, lýsing á breytingu á aðal- og deiliskipulagi:

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 10. desember 2020 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu á tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar í Hlíðarhaga sbr. 1. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að þéttleiki íbúðarbyggðar í Hlíðarhaga fer úr 15 íb./ha í 25 íb/ha og að þar verði byggðar allt að 42 nýjar íbúðir í 2ja hæða fjölbýlishúsum auk 3ja íbúða í einnar hæðar raðhúsi. Skipulagsreiturinn, sem er um 2,3ha að flatarmáli, afmarkast af íbúðabyggð í Laufskógum til suðurs, af götunni Breiðamörk til austurs og af Hamrinum til vesturs og norðurs.

Skipulagslýsingin ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar og á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við skipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúa í Hveragerðisbæjar á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Fylgigögn auglýsingar:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis við Hlíðarhaga í Hveragerði.
Hlíðarhagi, aðal- og deiliskipulagslýsing.

Skipulagsfulltrúinn í Hveragerði

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og nýrri deiliskipulags- áætlun fyrir íbúðarbyggð NLFÍ við Þelamörk:

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 12. nóvember sl. var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Þelamörk í Hveragerði sbr. 1. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreytingin nær til 12,0 ha. svæðis, sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða. Á svæðinu eru skv. Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, tveir landnotkunarreitir, annar fyrir samfélagsþjónustu (S8) og hinn fyrir verslun og þjónustu (VÞ6). Breytingartillagan felur það í sér að innan reits VÞ6 verður til nýr 2,3 ha. landnotkunarreitur fyrir íbúðarbyggð og að sá hluti VÞ6 reitsins, sem eftir stendur, rennur saman við S8 reitinn og mynda þeir þannig nýjan 9,7ha. reit fyrir samfélagsþjónustu með heimild fyrir verslun- og þjónustu að hluta til.

Í tillögu að nýju deiliskipulagi, sem mun ná til 2,3ha. svæðis á milli Lækjarbrúnar og Hólmabrúnar, verður gert ráð fyrir lágreistri 2ja hæða fjölbýlishúsabyggð með u.þ.b. 100 íbúðum fyrir fólk 55 ára og eldri, sem munu njóta aðgangs að þjónustu Heilsustofnunar.

Meginmarkmið ofangreindrar aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags er að skapa grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi NLFÍ og þjónustu tengdri henni og þéttingu íbúðarbyggðar.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við deiliskipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Fylgigögn auglýsingar:

Skipulagslýsing: Breyting á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð NLFÍ.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Friðarstaðareitur, lýsing á deiliskipulagsáætlun í kynningu.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. júní 2019 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulagi Friðarstaðareits í Hveragerði sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er um 13 ha að flatarmáli og þar af er byggingarland um 5,6 ha. Svæðið nær til verslunar- og þjónustureitsins „VÞ2” og að hluta til, til opnu reitanna „OP2”, „OP4” og „OP12”, sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Lóðirnar Hverhamar, Hverahvammur, Álfahvammur, Álfafell 1 og 2, Varmá 1 og 2 og Friðarstaðir eru innan svæðisins og einnig opin svæði norðan Friðarstaða og sunnan Hverhamars, Grýlusvæðið, og Varmárbakkar þar sem þeir liggja að ofangreindum lóðum og svæðum. Gamla rafstöð Mjólkurbús Ölfusinga ásamt tilheyrandi stíflumannvirkjum er innan svæðisins.
Á svæðinu er nú í gildi deiliskipulag fyrir Friðarstaði og fyrir Hverhamar/Hverahvamm.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við deiliskipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Fylgigögn auglýsingar:

Friðarstaðareitur - Deiliskipulagslýsing

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

 

Síðast breytt: 15.12.2020