Fara í efni

Deiliskipulagsáætlanir í kynningu

Ás-Grundarsvæði
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Ás- Grundarsvæðis í Hveragerði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Deiliskipulagssvæðið er innan reits S3 í aðalskipulagi og afmarkast af Breiðumörk, Hverahlíð, Þverhlíð og Klettahlíð. Á svæðinu eru nú þjónustuíbúðir auk húsnæðis fyrir tengda starfsemi s.s. eldhús, samkomuhús o.fl. Tillagan felur í sér þéttingu byggðar á svæðinu s.s. nýja byggingarreiti fyrir hjúkrunarheimili og 7-10 þjónustuíbúðir.
 
Breytingartillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og er þar til sýnis frá og með mánudeginum 23. mars 2020 til mánudagsins 4. maí 2020. Tillagan er aðgengileg hér á heimasíðunni.
 
 
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þriðjudaginn 5. maí 2020, annaðhvort á bæjarskrifstofur Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið
 
Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar
 

 

_________________________________________________________________________________________________________

Friðarstaðareitur, lýsing á deiliskipulagsáætlun í kynningu.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. júní 2019 var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu deiliskipulagi Friðarstaðareits í Hveragerði sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er um 13 ha að flatarmáli og þar af er byggingarland um 5,6 ha. Svæðið nær til verslunar- og þjónustureitsins „VÞ2” og að hluta til, til opnu reitanna „OP2”, „OP4” og „OP12”, sbr. Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Lóðirnar Hverhamar, Hverahvammur, Álfahvammur, Álfafell 1 og 2, Varmá 1 og 2 og Friðarstaðir eru innan svæðisins og einnig opin svæði norðan Friðarstaða og sunnan Hverhamars, Grýlusvæðið, og Varmárbakkar þar sem þeir liggja að ofangreindum lóðum og svæðum. Gamla rafstöð Mjólkurbús Ölfusinga ásamt tilheyrandi stíflumannvirkjum er innan svæðisins.
Á svæðinu er nú í gildi deiliskipulag fyrir Friðarstaði og fyrir Hverhamar/Hverahvamm.

Deiliskipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við deiliskipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Friðarstaðareitur - Deiliskipulagslýsing

Síðast breytt: 27.03.2020