Fara í efni

Deiliskipulagsáætlanir í kynningu

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12. maí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grænumörk 10, skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er um 11,7ha. og nær til lóða sem Náttúrulækningafélag Íslands hefur til umráða og íbúðarbyggðar við Lækjarbrún og afmarkast til suðvesturs af Þelamörk, til norðvesturs af Grænumörk og Fagrahvammstúni, til norðausturs af Varmá og til suðausturs af fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Hólmabrún. Breytingin nær einungis til 2,8ha. svæðis innan deiliskipulagssvæðisins, sem liggur að Þelamörk rétt austan við íbúðarbyggðina í Lækjarbrún og er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. maí 2021 og bíður staðfestingu Skipulagsstofnunar en skv. henni er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á breytingarsvæðinu á nýjum landnotkunarreit ÍB14.

Meginmarkmið tillögunnar er að þétta byggð með heildstæðu yfirbragði, í góðri sátt við umhverfi og samfélag og skapa betri grundvöll til frekari uppbyggingar á starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ og þjónustu tengdri henni.

Fylgiskjöl auglýsingar:

NLFÍ Deiliskipulagstillaga uppdráttur
NLFÍ Deiliskipulagstillaga greinargerð
NLFÍ Deiliskipulagstillaga skýringaruppdráttur
NLFÍ Deiliskipulagstillaga sniðmyndir

Breytingartillagan liggur nú frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og er aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is út auglýsingartímann eða til 26. júlí nk. Tillagan verður einnig til sýnis í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 26. júlí 2021, annað hvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

 

Síðast breytt: 08.06.2021