Fara í efni

Deiliskipulagsáætlanir í kynningu

Hlíðarhagi í Hveragerði, þétting byggðar, breyting á Aðal- og deiliskipulagi:

Um er að ræða tillögu að breytingu á aðalskipulagi, sem nær til 1,8ha. svæðis fyrir íbúðarbyggð ÍB5 og afmarkast til vesturs af Hamrinum, til norðurs af opnu svæði, til vesturs af Breiðumörk og til suðurs að íbúðarbyggð við Laufskóga. Breytingartillagan felur í sér að þéttleiki byggðar á svæðinu fer úr 15 íbúðum/ha. í 25 íbúðir/ha. með áherslu á lítil fjölbýli og raðhús. Meginmarkið tillögunnar er að nýta svæðið betur með litlum og millistórum íbúðum í góðum tengslum við aðliggjandi byggð, útivistarsvæði og þjónustu.

Samhliða auglýsingu á ofangreindri tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er jafnframt auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins, til samræmis við aðalskipulagstillöguna.

Fylgigögn auglýsingar:

Breytingartillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is. Jafnframt verður tillaga að deiliskipulagi við Varmá til sýnis í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 3. maí 2021, annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Deiliskipulag við Varmá, frá Lystigarðinum Fossflöt og norður fyrir Friðarstaði.

Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem nær til 11 ha. svæðis meðfram Varmá, sem afmarkast til suðurs af Lystigarðinum Fossflöt, til vesturs af götunni Breiðumörk, til norðurs af opnu svæði norðan Friðarstaða og til austurs af Varmá. Í gildi eru tvær deiliskipulagsáætlanir sem ná til hluta svæðisins, deiliskipulag Friðarstaða og deiliskipulag Hverhamars og Hverahvamms, sem falla úr gildi við gildistöku breytingartillögunnar . Breytingartillagan felur m.a. í sér nýjar lóðir fyrir ferðatengda þjónustu, gróðurhús og nýjar íbúðarlóðir. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu ferða- og heilsutengdrar þjónustu og skapa gott aðgengi að Varmá með gerð góðra göngustíga og áningarsvæða.

Fylgigögn auglýsingar:

Breytingartillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 og eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is. Jafnframt verður tillaga að deiliskipulagi við Varmá til sýnis í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 3. maí 2021, annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is.

 

Síðast breytt: 15.03.2021