Fara í efni

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð Hveragerðis fer eftir 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglum Hveragerðis um fjárhagsaðstoð.

Hverjir eiga rétt?

Í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. að hverjum manni er skylt “að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára”. Verði einstaklingur að leita eftir aðstoð sveitarfélagsins um þetta þarf hann að vera fjárráða og eiga lögheimili í bænum. Sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að hafa lagt inn vsk-númer sitt. Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við önnur úrræði, t.d. ráðgjöf og leiðbeiningar.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um fjárhagsaðstoð hjá félagsráðgjafa. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókninni:

  1. Launaseðla síðustu þriggja mánaða.
  2. Launaseðla maka eða sambýlismanns / konu
  3. Upplýsingar um atvinnuleysisbætur
  4. Yfirlit yfir tekjur frá Tryggingastofnun, einnig greiðslur barnameðlaga
  5. Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur.
  6. Staðfesta skattaskýrslu síðusta árs.
  7. Yfirlit yfir helstu útgjöld.
  8. Dvalarleyfisskírteini frá Útlendingastofnun hafi umsækjandi erlent ríkisfang.

Umsókn þarf að vera undirrituð af umsækjanda.

Er fjárhagsaðstoð framtalsskyld og skattskyld?

Allir fjárhagsstyrkir eru skattskyldir og af þeim er dregin staðgreiðsla skatta. Áríðandi er að skila inn upplýsingum um nýtingu skattkorts a.m.k. degi áður en til greiðslu kemur. Á skattframtali ber að telja fram til tekna þá aðstoð sem veitt hefur verið í formi styrks en launaseðlar eru sendir út í janúar ár hvert. Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er ætíð endurkræf.

 Til að óska eftir viðtali við félagsráðgjafa er haft samband við skiptiborð til að bóka tíma. Síminn er 483-4000.

Síðast breytt: 29.06.2023
Getum við bætt efni síðunnar?