Fara í efni

Réttindagæsla

Samkvæmt Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk 2011 nr.88 starfa réttindagæslumenn fatlaðs fólks í öllum landshlutum. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu. Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi þess, fjármuni og önnur persónuleg mál. Það má gera með því að hringja eða senda tölvupóst og hann aðstoðar fólk við að leita réttar síns.

Aðsetur réttindagæslunnar er : Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi
Símanúmer réttindagæslumanna : 554-8100
Tölvupóstur réttindagæslumanna: postur@rettindagaesla.is

Frekari upplýsingar um réttindagæslumenn eru á vef Félagsmálaráðuneytisins: Félagsmálaráðuneytið og í lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks.

Hér má lesa Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk 2011 nr.88

Síðast breytt: 14.02.2024