Fara í efni

Héraðsnefnd Árnesinga bs.

Héraðsnefnd Árnesinga bs. tók til starfa 1. janúar 2013. Byggðasamlagið er stofnað í samræmi við ákvæði IX. Kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138, 2011. Stofnendur eru öll sveitarfélög í Árnessýslu.

Verkefni byggðasamlagsins er að annast yfirstjórn og rekstur þessara stofnana fyrir hönd sveitarfélaga sem aðilar eru að byggðasamlaginu. Byggðasafn Árnesinga, Listasafn Árnesinga, Héraðsskjalasafn Árnesinga, Tónlistarskóli Árnesinga, Almannavarnir Árnessýslu og Brunavarnir Árnessýslu.

Forveri byggðasamlagsins var Héraðsnefnd Árnesinga sem stofnuð var 13. október 1988 að tilhlutan Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Tók nefndin að flestu leyti við hlutverki Sýslunefndar Árnessýslu sem starfaði frá 1874 – 1988 er hún var lögð niður.

Síðast breytt: 12.01.2023