Fara í efni

Laus störf

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa.

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa. Skólinn er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Í skólanum eru um 450 nemendurog við hann starfar vel hæft og menntað starfsfólk. Einkunnarorð skólans eru; viska, virðing og vinátta og einkennist daglegt starf skólans af þeim.

Laust starf í boði við félagslega stoð- og stuðningsþjónustu (liðveisla)

Hveragerðisbær leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagsleg liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.

Leikskólinn Óskaland - laust starf í mötuneyti og á deildum.

Ert þú ekki rétta manneskjan sem við leitum að? Við í leikskólanum Óskalandi erum að leita að manneskju til að aðstoða í mötuneyti og á deildum. Í leikskólanum er móttöku eldhús, og starfmenn í eldhúsi sjá einnig um þvott leikskólans.

Leikskólakennara/leiðbeinanda vantar í Undraland

Leikskólinn tók til starfa í núverandi húsnæði 2017 og í honum dvelja 115 börn á sex aldursskiptum deildum. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Í Undralandi er starfað samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni, vináttu, málrækt og nám í gegnum leik og hreyfingu. Unnið er með Leikur að læra, Vináttuverkefni Barnaheilla og málhljóð Lubba.
Getum við bætt efni síðunnar?