Almenningsamgöngur
Strætó gengur á milli Reykjavíkur - Hveragerðis og Selfoss alla daga vikunnar. Stoppistöð Strætó í Hveragerði er bensínstöð Orkunnar (Shell skálinn) við Austurmörk.
Allar upplýsingar um leiðir og leiðarkerfi má finna á heimasíðu Strætó BS.
Strætómiðar eru seldir á Upplýsingamiðstöðinni í Sunnumörk.
Námsmannaafsláttur
Námsmenn, með lögheimili í Hveragerðisbæ, sem skráðir eru í nám við háskóla eða framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, fá 15% afslátt af fargjöldum með strætó, kaupi þeir persónubundin íbúakort.
Síðast breytt: 12.02.2020
Getum við bætt efni síðunnar?