Fara í efni

Breytingatillögur á Aðalskipulagi í kynningu

Zip Line braut - Lýsing á tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Hveragerðisbæ.

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 19. ágúst sl. var samþykkt að kynna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum lýsingu á tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi í Hveragerði sbr. 1. mgr. 30. gr. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting felur í sér heimild fyrir „zip-line“ starfsemi á Árhólmasvæði við Hengladalaá og Varmá í Hveragerði. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem strandsvæði og það nýtur hverfisverndar (HV1). Varmá og Ölfusforir eru á náttúruminjaskrá (751) vegna vísindalegs gildi. Í deiliskipulagi fyrir Árhólmasvæðið verður gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum s.s. aðkomu, bílastæðum og gönguleiðum. Einnig verða settir fram skilmálar um landnotkun, mannvirki og vernd náttúru- og menningarminja.

Skipulagslýsingin, sem gerð er skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar. Frestur til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna er til 20. september 2021.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum, ábendingum eða tillögum, sem nýta má við skipulagsgerðina, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði á heimilisfangið Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is

Zip-line Skipulagsslýsing

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

 

Síðast breytt: 23.08.2021