Fara í efni

Breytingatillögur á Aðalskipulagi í kynningu

Breyting á reit S2 í aðalskipulagi og á deiliskipulagi Finnmarkar í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11. maí 2023 að auglýsa samhliða breytingu á reit S2 Finnmörk-Réttarheiði og aðliggjandi opnu svæði í Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 og deiliskipulagi Finnmarkar í samræmi við 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðal- og deiliskipulagsbreyting eru auglýstar skv. 31. og 41. gr. sömu laga.

Markmið skipulagsbreytinganna er að stækka reit S2 fyrir samfélagsþjónustu, fjölga leikskóladeildum, stækka byggingareit og heimila aukið byggingarmagn til þess að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í Hveragerðisbæ.

Aðalskipulagsbreyting við Finnmörk - Réttarheiði
Deiliskiplagsbreyting við Réttarheiði og Finnmörk, Leikskólinn Óskaland

 

Skipulagslýsing vegna stækkunar reitar samfélagsþjónustu S2.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. apríl 2023 að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 vegna reitar S2 og aðliggjandi reitar OP í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í bænum með stækkun reitar S2 til austurs, þar sem fyrir er opið svæði.

Skipulagslýsingin liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með 14. apríl 2023 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi föstudaginn 28. apríl 2023 á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029 - breyting - S2 reitur

Síðast breytt: 18.10.2023