Fara í efni

Breytingatillögur á Aðalskipulagi í kynningu

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 - Fagrihvammur, nýtt íbúðarsvæði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, forsendur hennar og umhverfismat, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin, sem nær til 4,6ha. svæðis í og við Fagrahvamm, felur í sér að ríkjandi landnotkun á svæðinu, sem nú er skilgreind sem athafnasvæði AT3, með heimild fyrir íbúðarbyggð að hluta til, verður skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB15, með heimild fyrir verslun- og þjónustu og athafnastarfsemi að hluta til, þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu og ylrækt.

Breytingartillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, frá og með mánudeginum 7. mars til og með föstudeginum 22. apríl 2022 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 25. apríl 2022, annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið mottaka@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Fagrihvammur aðalskipulagsuppdráttur

 

Árhólmasvæði í Hveragerði, tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. janúar 2022 að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 á svæði suðaustan við Hengladalaá skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðis í Hveragerði, skv. 43. gr. sömu laga.

Tillagan að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar felur í sér nýtt 0,9ha. ferðamanna- og afþreyingarsvæði AF2 við Hengladalaá, stækkun á verslunar- og þjónustusvæði VÞ1 á Árhólmasvæðinu um 0,5ha. til norðurs og nýjar gönguleiðir í nágrenni Hengladalaár. Með breytingunni verður heimilt að reisa svifbraut (Zip-line) ásamt útsýnis- og upphafspalli og lendingarpalli og leggja nýja göngustíga.

Tillagan að breytingu á deiliskipulagi Árhólmasvæðisins felur í sér stækkun á reit A, þannig að hann nái til stækkunar á almennu bílastæði fyrir ferðamenn, tveggja lóða fyrir upphafs- og endapall svifbrautar og göngustíga meðfram Hengladalaá. Einnig felur breytingin í sér stækkun á byggingarreit á lóðinni Árhólmar 1. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa nýja möguleika til afþreyingar fyrir ferðamenn, sem þannig fá tækifæri að sjá og njóta náttúrunnar frá nýju sjónarhorni.

Breytingartillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með mánudeginum 17. janúar 2022 og eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar í síðasta lagi mánudaginn 7. mars 2022, annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Árhólmasvæði tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Árhólmasvæði tillaga að breytingu á deiliskipulagi

 

 

Fagrihvammur, nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 13. janúar 2022 var samþykkt að kynna breytingartillögu við aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2027, forsendur hennar og umhverfismat, fyrir íbúum bæjarins og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin, sem nær til 4,3ha. svæðis í og við Fagrahvamm, felur í sér að ríkjandi landnotkun á svæðinu, sem nú er skilgreind sem athafnasvæði með heimild fyrir íbúðarbyggð að hluta til, verður skilgreind sem íbúðarsvæði með heimild fyrir verslun- og þjónustu og athafnastarfsemi að hluta til þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu og ylrækt.

Breytingartillagan, sem er hér í viðhengi, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar.

Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum við tillöguna, skulu senda þær til skipulagsfulltrúans í Hveragerði fyrir 4. febrúar 2022 á heimilisfangið „Breiðamörk 20, 810ˮ Hveragerði eða í tölvupósti á netfangið gfb@hveragerdi.is.

Fagrihvammur tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

Síðast breytt: 08.03.2022