Fara í efni

Breytingatillögur á Aðalskipulagi í kynningu

Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2025-2037 - heildarendurskoðun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. janúar 2026 að auglýsa heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2025-2037 með tilheyrandi fylgigögnum.

Markmið endurskoðunar aðalskipulags Hveragerðisbæjar er að tryggja sem besta samfellu í þróun svæða innan bæjarmarka, svo að nýting og uppbygging innviða geti átt sér stað í takt við fjölgun íbúa. Endurskoðun aðalskipulags er tilkomin vegna hraðari fjölgun íbúa en gildandi aðalskipulag gerði ráð fyrir, mótun samgöngustefnu ásamt því að veita Breiðumörk sérstaka athygli með rammaskipulagshluta vegna tilfærslu Suðurlandsvegar.
Aðalskipulag tekur mið af annarri stefnumótun bæjarins sem og Landsskipulagsstefnu og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2025-2037 liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með 12. janúar 2026 og er aðgengileg á Skipulagsgátt sem og heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd á Skipulagsgátt, skipulagsgatt.is, málsnúmer 162/2024, í síðasta lagi þann 1. mars 2026. Þar er einnig hægt að nálgast skipulagsgögn

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

 



Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2024-2036 - skipulags- og matslýsing

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 8. febrúar 2024 að kynna skipulagslýsingu endurskoðaðs aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2024-2036 fyrir almenningi og senda til umsagnar viðeigandi umsagnaraðila sem og til Skipulagsstofnunar.

Markmið endurskoðunar aðalskipulags Hveragerðisbæjar er að tryggja sem besta samfellu í þróun svæða innan bæjarmarka, svo að nýting og uppbygging innviða geti átt sér stað í takt við fjölgun íbúa. Ástæður endurskoðunar eru hraðari fjölgun íbúa en gildandi aðalskipulag gerði ráð fyrir, mótun samgöngustefnu samhliða aðalskipulagsgerð ásamt því að veita Breiðumörk sérstaka athygli með rammaskipulagshluta vegna tilfærslu Suðurlandsvegar.

Aðalskipulag tekur mið af annarri stefnumótun bæjarins sem og Landsskipulagsstefnu og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Skipulags- og matslýsing aðalskipulags Hveragerðisbæjar 2024-2036 liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 frá og með 14. febrúar 2024 og er aðgengileg á Skipulagsgátt sem og heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd á Skipulagsgátt, málsnúmer 162/2924, í síðasta lagi þann 20. mars 2024. Skipulagsgátt

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar

 

Síðast breytt: 14.01.2026