Fara í efni

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, skammstafað HSL, er byggðasamlag sveitarfélaga á Suður­landi í samræmi við 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, vegna samvinnu sveitarfélaganna um heil­brigðis­eftirlit. Heimili byggðasamlagsins og varnarþing er að Austurvegi 65a, Selfossi.

Eftirtalin sveitarfélög eiga aðild að byggðasamlaginu:

Ásahreppur,
Bláskógabyggð,
Flóahreppur,
Grímsnes- og Grafningshreppur,
Hrunamannahreppur,
Hveragerðisbær,
Mýrdalshreppur,
Rangárþing eystra,
Rangárþing ytra,
Skaftárhreppur,
Skeiða- og Gnúpverjahreppur,
Sveitarfélagið Árborg,
Sveitarfélagið Ölfus og
Vestmannaeyjabær.

 

 

 

Síðast breytt: 05.12.2022