Fara í efni

Félagsleg stuðningsþjónusta

Umsjón: Nína Kjartansdóttir, ráðgjafarþroskaþjáfi
Netfang: ninak@hveragerdi.is / ritari@hveragerdi.is

Félagsleg stuðningsþjónusta mætir fötluðu fólki á þeim stað sem það er í lífinu og fer fram þar sem best hentar. Fólk fær stuðning við að útfæra þjónustuna þannig að hún styðji það við að lifa sjálfstæðu lífi, fást við dagleg verkefni og efla þátttöku sína í samfélaginu.

Félagsleg stuðningsþjónustan getur verið í formi persónulegs stuðnings og aðstoð í allt að 15 klst á mánuði sem einkum miðar að því að draga úr félagslegri einangrun og styrkja einstaklinga til þátttöku í menningar- og félagslífi.

Félagsleg stuðningsþjónusta er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, reglna Hveragerðis um stuðningsþjónustu við börn og fjölskyldur barna og reglna Fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðis um Félagslega liðveislu.

Síðast breytt: 14.02.2024