Listasafn Árnesinga hlaut menningarverðlaun Hveragerðisbæjar árið 2024 en safnið hefur um árabil verið einn af hornsteinum menningar í bænum með metnaðarfullum sýningum og öðrum viðburðum.
Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar að blása til sóknar í leiksvæðum bæjarins og var bæjarstjóra falið að vinna ýmist að hönnun, uppbyggingu eða úrbótum á samtals sex svæðum. Er þetta gert vegna áherslu á fjölskylduvænt samfélag í Hveragerðisbæ.
Pétur G. Markan bæjarstjóri undirritaði í vikunni samning fyrir hönd Hveragerðisbæjar við Auðverk ehf. um jarðvinnu vegna nýs gervigrasvallar á íþróttasvæði bæjarins í Reykjadal.
Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila sólstofur við parhús í Hjallabrún, í samræmi við þegar fengnar heimildir fyrir sólstofum í Dalsbrún, sem og að heimila byggingu tveggja hæða íbúðarhúss á lóð Hólmabrúnar 20, í samræmi við jarðvegsaðstæður á lóð.
Það stefnir í mikla hátíð í Hveragerði á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga á 17. júní í ár. Fastir liðir hátíðardagskrárinnar verða á sínum stað; skrúðganga, hugvekja, fjallkonan, menningarverðlaun Hveragerðisbæjar, ávarp frá forseta bæjarstjórnar og nýstúdents. Þá verða tónlistaratriði frá Söngsveit Hveragerðis, Grétari Örvars og Unni Birnu, Leikfélagi Hveragerðis og Prettyboitjokko auk þess sem Íþróttaálfurinn sýnir listir sínar og spjallar við yngstu kynslóðina.
Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt.
Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum að gera breytingu á samþykkt bæjarins um byggingargjöld. Helsta breytingin var á 11. grein samþykktarinnar um greiðslu gjalda.