Fara í efni

Frístundaþjónusta

,,ATH vefsíðan er í uppfærslu"

Samkvæmt 16. gr. laga nr. 38/2018 skulu sveitarfélög bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur, og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst, svo og á þeim dögum, öðrum en lögbundnum frídögum, þegar skólar starfa ekki. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla sbr. 33. gr. grunnskólalaga nr. 91/2018, og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla.

Frístundamiðstöðin Bungubrekka hefur yfirumsjón á skipulagningu og rekstri á því frístundastarfi sem sveitarfélagið ber ábyrgð á og býður upp á. Þar má nefna frístundaheimilið sem er þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk, félagsmiðstöðina sem er þjónusta fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk ásamt skipulögðu frístundastarfi yfir sumartíman fyrir fjölbreytta aldurshópa.

Börn með stuðningsþarfir eiga rétt á stuðning í frístund Samkvæmt 6. gr. Reglna um þjónustu frístundaheimila í Hveragerði. Í reglunum gilda reglur um forgangsröðun barna í frístundaheimili. Vottorð frá viðurkenndum viðeigandi aðilum og greiningaraðila þurfa að fylgja með umsókn ef forgangur á að gilda. Forgangur gildir um:

  • Börn einstæðra foreldra.
  • Börn með fatlanir.
  • Börn sem búa við félagsleg/andleg eða líkamleg frávik en eru ekki greind fötluð.
  • Börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður að mati sérfræðinga.
  • Börn námsmanna, séu báðir foreldrar í fullu námi.
  • Börn í 1. og 2. bekk

Hér má lesa Reglur um þjónustu frístundaheimila í Hveragerði
Hér má lesa Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni
Hér má skoða heimasíðu Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku
Hér
má skoða Facebooksíðu Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku
Hér má skoða Instagramsíðu Frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku

Síðast breytt: 01.03.2024