Malbikunarframkvæmdir - Kambar
			
					22.07			
			
					
							
					Frétt				
					
		Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:
Miðvikudaginn 23. júlí er stefnt á að malbika frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum. Hellisheiði verður lokað til vesturs meðan á framkvæmdum stendur og umferð beint um Þrengslaveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 16:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.



Síðast breytt: 22. júlí 2025
Getum við bætt efni síðunnar?
