Fara í efni

Fréttir

Alútboð í byggingu nýrrar Hamarshallar

Í gær fimmtudaginn 9.mars rann út frestur til að skila inn tilboði í byggingu nýrrar Hamarshallar og bárust alls 4 tilboð. Skipuð hefur verið matsnefnd á vegum Hveragerðisbæjar,

Grenndargámur kominn í Heiðarbrún

Nú hefur verið settur upp grenndargámur í Heiðarbrún og er annar gámur væntanlegur innan skamms sem staðsettur verður í Dynskógum. 

Vinningshafar í ensku smásagnakeppninni

Hera Fönn Lárusdóttir og Árni Snær Jóhannsson nemendur í Grunnskólanum í Hveragerði fengu 1. og 2. verðlaun fyrir smásögur sínar í flokknum 6.-7. bekkur, en það var Eliza Reid forsetafrú sem afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn að Bessastöðum.

Frá bæjarstjóra

Kæru bæjarbúar, að gefnu tilefni í ljósi nýjustu tíðinda af póstþjónustu Hveragerðisbæjar þá er mikilvægt að það komi fram að um er að ræða einhliða ákvörðun Póstsins sem Hveragerðisbær á enga aðkomu að og getur engin áhrif haft á.

Breytingar á póstþjónustu í Hveragerði

Á næstu mánuðum hyggst Pósturinn gera breytingar á póstþjónustu, m.a. í Hveragerði. Pósturinn hefur sagt upp samningi við Upplýsingamiðstöðina og þar af leiðandi verður póstafgreiðslunni í Upplýsingamiðstöðinni lokað en þess í stað verður lögð áhersla á að veita póstþjónustu með öðrum hætti.

Fræðslu- og velferðarþjónusta í Hveragerði

Nú um mánaðarmótin hefur starfsemi í Hveragerði nýtt svið fræðslu- og velferðarþjónustu sem hingað til hefur að mestu leyti verið innan skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, SVÁ.
Getum við bætt efni síðunnar?