Áríðandi tilkynning til bæjarbúa
Leikskólar og grunnskólinn í Hveragerði verða lokaðir á morgun og allar stofnanir Hveragerðisbæjar eru lokaðar til hádegis á morgun vegna mjög slæms veðurs sem gert er ráð fyrir að gangi yfir svæðið síðla nætur og í fyrramálið.
Fylgist með tilkynningum í fyrramálið á heimasíðu bæjarins og á facebook.