Metfjöldi á Blómstrandi dögum
Það vantaði ekkert upp á fjörið og gleðina á Blómstrandi dögum um liðna Helgi. Dagskráin var þétt frá morgni til kvölds í fjóra daga og þátttakan meiri en nokkru sinni. Hátíðin fór einstaklega vel fram og hefur fjöldi fólks aldrei verið meiri í bænum í tengslum við Blómstrandi daga.